Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

164. fundur 15. júní 2021 kl. 16:15 - 17:40 í Frístundamiðstöðinni Garðavelli
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Liv Aase Skarstad varamaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Grundaskóli - uppbygging

2103323

Kynning á stöðu verkefnis.
Fundurinn fór fram bæði á staðnum og í gegnum fjarfundarbúnað.

Ragnar B. Sæmundsson formaður skipulags- og umhverfisráðs og Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar góða kynningu og fagnar ákvarðanatöku um framtíðaruppbyggingu á skólanum og vill einnig þakka stjórnendum og starfsfólki Grundaskóla fyrir sína miklu vinnu, sveigjanleika og samstarf.

Ragnar og Sigurður víkja af fundi.

2.Umsókn um breytingu á fjárhagsáætlun 2021

2106045

Erindi frá Tónlistarskóla Akraness.
Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri Tónlistaskóla Akraness situr fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð vísar afgreiðslu á aukningu á 20% starfshlutfalli kennara í bæjarráð, óskað er eftir frekari upplýsingum á kostnaði vegna viðburðarhalds og vísar ákvörðunar um stjórnunarhlufall sem er í samræmi við nemendafjölda til fjárhagsáætlunargerðar.

Jónína víkur af fundi.

3.Smiðjuloftið - þjónustusamningur

2104247

Lagt fram.
Skóla- og frístundaráð fagnar uppbyggingu Smiðjuloftsins og vísar erindinu til fjárhagsáætlunar.

4.Menntastefna- endurnýjun

2002069

Kynning á stöðu vinnu við nýju menntastefnu.
Skóla- og frístundaráð þakkar kynningu og hlakkar til að fylgjast með framvindunni í haust.

5.Gjaldskrár 2021

2012274

Tillaga að breytingu á gjaldskrá á frístundastarfi.
Skóla- og frístundaráð samþykkir breytta útfærslu á gjaldskrá og vísar afgreiðslu í bæjarráð.

6.Þorpið- framtíðarsýn

1911114

Umræða um framtíðarsýn og húsnæðismál frístundastarfs í Þorpinu.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að vinna málið áfram.

7.Aðgangsstýring inn í íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar

2010020

Kynning á stöðu verkefnis.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að vinna málið frekar.



Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign (BD, LAS, SMS, FES og VJ).

Fundi slitið - kl. 17:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00