Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

184. fundur 15. febrúar 2022 kl. 16:00 - 18:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Hrafnhildur Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
  • Guðrún Hjörleifsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
  • Íris Guðrún Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
  • Guðrún Sigvaldadóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara
  • Gíslína Erna Valentínusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Guðrún Gísladóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Dagný Hauksdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar grunnskólanna sitja fundinn undir þessum lið, þau eru:
Arnbjörg Stefánsdóttir, Hrafnhildur Jónsdóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir, Gíslína Erna Valentínusdóttir, Guðrún Gísladóttir.

1.Skóladagatal grunnskólanna 2022

2202050

Skóladagatal grunnskólanna á Akranesi fyrir skólaárið 2022 - 2023 lagt fram.
í lögum um grunnskóla frá 2008 er gert ráð fyrir að gerð sé grein fyrir skóladagatali grunnskóla og sé það lagt fyrir skólanefnd sem staðfestir gildistöku þess.
Skóla- og frístundaráð fjallar um tillögu að skóladagatali fyrir skólaárið 2022 - 2023 og erindinu vísað til næsta fundar en þá hafa farið fram samtöl við fulltrúa leikskóla,tónlistarskólans og Fjölbrautskóla Vesturlands.
Áheyrnarfulltrúar grunnskólanna yfirgefa fundinn.
Áheyrnarfulltrúar leikskólanna taka sæti á fundinum undir liðum 2, 3. 4. þær:
Íris Guðrún Sigurðardóttir og Guðrún Sigvaldadóttir.
Einnig sitja aðrir leikskólastjórar fundinn undir sömu liðum,þær Ingunn Ríkharðsdóttir og Anney Ágústsdóttir.

2.Sumarleyfi leikskólanna 2022

2202054

Fjallað um sumaropnun leikskólanna á Akranesi 2022
Skóla- og frístundaráð samþykkir að sumarleyfi leikskólanna sumarið 2022 verði fjórar vikur. Óskað er eftir að leikskólastjórar leggi fram tillögu að lokunartíma einstaka leikskóla eftir framkvæmd skoðanakönnunar meðal foreldra að höfðu samráði við starfsmenn leikskólans.

3.Innritun í leikskóla 2022

2112080

Í mars nk. fer fram innritun barna í leikskólana á Akranesi.
Ákvörðun um innritun í leikskólana vísað til fundar í mars.

4.Stefnumótun - áherslur árið 2022

2112105

Umræður um stefnumótun fyrir leikskólastigið á Akranesi.
Áheyrnarfulltrúar yfirgefa fundinn.

5.Íþróttastefna

2202055

Umræða um mótun íþróttastefnu fyrir Akraneskaupstað í samstarfi við ÍA.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að óska eftir við framkvæmdastjórn ÍA að taka þátt í sameiginlegri vinnu við mótun íþróttastefnu fyrir Akraneskaupstað og ÍA.

6.Dalbraut 8 - uppbygging

2201087

Lagt fram til kynningar erindisbréf vegna uppbyggingar samfélagsmiðstöðvar að Dalbraut 8.

7.Kraftlyftingar og hnefaleikar

2202072

Skóla- og frístundaráð samþykkir erindi vegna æfingaaðstöðu fyrir kraftlyftingar og hnefaleika og vísar málinu til bæjarráðs.

8.Jafnlaunavottun - viðhaldsvottun 2022

2108135

Viðhaldsvottun jafnlaunvottunar fer fram dagana 28. febrúar og 1. mars næstkomandi.

Jafnlaunakerfi Akraneskaupstaðar er í sífelldri endurskoðun og lögð er til smávægilegar orðalagsbreytingar á jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar sem samþykkt var í bæjarstjórn Akraness þann 12. janúar 2021.
Skóla- og frístundaráð samþykkir breytingar á jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar og vísar stefnunni til samþykktar í bæjarstjórn Akraness.

9.Sérfræðiþjónusta í leikskóla - þjónustuþörf

2202066

Skóla- og frístundaráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00