Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

201. fundur 19. október 2022 kl. 08:00 - 10:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Jónas Kári Eiríksson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Magni Grétarsson varamaður
  • Ingunn Sveinsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
  • Guðný Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Anney Ágústsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Leikskólar í desember - afsláttur

2111193

Afsláttur af leikskólagjöldum í desember vegna frídaga.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að bjóða foreldrum uppá gjaldfrjálsa daga í leikskólum bæjarins 23. 27 28. 29. og 30.desember 2022. Þar sem foreldrum verður gefinn kostur á að velja alla dagana eða staka daga á uppgefnu tímabili.

Meginmarkmið með þessu fyrirkomulagi er að veita foreldrum og börnum tækifæri til samveru og ekki síður að gefa börnunum tækifæri til frídaga. Langir leikskóladagar geta verið litlum börnum krefjandi og því mikilvægt að grípa tækifæri þegar þau gefast til að börnin fái hvíld og frí. Þessir dagar skapa einnig svigrúm í leikskólanum til að bjóða starfsmönnum að nýta eftirstöðvar orlofsdaga og/eða taka út styttingu vinnuvikunnar.

2.Gjaldskrár 2022

2109170

Fjárhagsáætlunargerð - gjaldskrár.
Lagt fram til umræðu.

3.Reglur um niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum - endurskoðun

2209178

Endurskoðun á reglum um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum.
Sviðstjóra falin áframhaldandi vinna í tengslum við endurskoðun á reglum um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum.

4.Íþróttahús við Vesturgötu - LED skjár

2210078

Beiðni frá Körfuknattleiksfélagi ÍA um kaup á LED skjá í íþrótthúsið á Vesturgötu.
Ragnheiður Rún Gísladóttir fulltrúi stjórnar Körfuknattleiksfélags ÍA kom inn á fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar Ragnheiði Rún fyrir kynningu á erindi frá Körfuknattleiksfélagi ÍA. Ráðið leggur til að óskirnar verði teknar til skoðunar í tengslum við fjárhagsáætlunargerð og vísar erindinu til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00