Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging- framkvæmd verkefnisins
2205146
Skýrsla kynningar og samráðs um samfélagsmiðstöð.
Forgreining hönnunar. Niðurstöður kynningar og samráðsferils. Unnur Helga Kristjánsdóttir ráðgjafi Strategíu kynnir skýrsluna.
Forgreining hönnunar. Niðurstöður kynningar og samráðsferils. Unnur Helga Kristjánsdóttir ráðgjafi Strategíu kynnir skýrsluna.
Unnur Helga Kristjánsdóttir ráðgjafi Strategíu og verkefnastjóri stýrihóps um samfélagsmiðstöð kynnti lokadrög af skýrslu stýrihópsins: Samfélagsmiðstöð Akraness. Forgreining hönnunar. Niðurstöður kynningar- og samráðsferils.
Skóla- og frístundaráð þakkar Unni Helgu Kristjánsdóttur fyrir góða kynningu og vísar málinu til umsagnar í ungmennaráði.
Skóla- og frístundaráð þakkar Unni Helgu Kristjánsdóttur fyrir góða kynningu og vísar málinu til umsagnar í ungmennaráði.
2.Barnvænt sveitarfélag
2110012
Kynning á stöðu innleiðingar á barnvænu sveitarfélagi. Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri kynnir verkefnið.
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags á Akranesi kynnir stöðuna á innleiðingu verkefnisins. Kynningin er um leið fræðsla til bæjarfulltrúa sem er nauðsynlegur hluti af innleiðingarferlinu.
Skóla- og frístundaráð þakkar Sólveigu góða kynningu.
Skóla- og frístundaráð þakkar Sólveigu góða kynningu.
3.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna
2110054
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri kynnir stöðu á innleiðingu farsældarlaga.
Skóla- og frístundaráð þakkar Sólveigu Sigurðardóttur verkefnastjóra fyrir góða kynningu á stöðu innleiðingar á lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Fulltrúum bæjarráðs var boðið að sitja fundinn og eftirfarandi fulltrúar mættu: Líf Lárusdóttir og Ragnar B. Sæmundsson.
Fulltrúum skipulags- og umhverfissvið var boðið að sitja fundinn, Guðmundur Ingþór Guðjónsson sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Aðrir gestir fundarins voru: Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs.