Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Heimild til tilfærslu skipulagsdaga á vorönn vegna námsferðar
2310170
Ingunn Ríkharðsdóttir skólastjóri Garðasels óskar eftir tilfærslu á skipulagsdögunum 2.janúar og 2.apríl 2024 vegna námsferðar til Berlínar sem starfsfólk leikskólans stefnir á dagana 26. til 29. apríl 2024.
Skóla- og frístundaráð samþykkir tilfærslu á skipulagsdögunum í samræmi við beiðni skólastjóra.
2.Brekkubæjarskóli, Íþróttahúsið Vesturgötu - húsnæðismál, umferðaröryggi og framkvæmdir
2310022
Umfjöllun um erindi sem skóla- og frístundaráði hafa borist í tengslum við lokun hluta íþróttahússins á Vesturgötu.
Lagt fram til kynningar og sviðsstjóra falið að svara erindum.
3.Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2025-2027
2306146
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri fer yfir forsendur fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2024 og gjaldskrár sem heyra undir skóla- og frístundasvið.
Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla, Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla og Vilborg Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra sitja fundinn undir þessum lið.
Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla, Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla og Vilborg Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístunadráð ræddi fyrirhugaðar gjaldskráhækkanir í tengslum við fjárhagsáætlun 2024. Ráðið þakkar fyrir góðar umræður á fundinum og felur sviðstjóra í samráði við fjármálastjóra að koma niðurstöðum ráðsins áfram til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
Kristjana, Arnbjörg, Sigurður og Vilborg víkja af fundi.
4.ÍA - rekstur, samskipti og samningur 2022-2026
2204124
Framhaldsumræða um drög að viðauka við þjónustusamning milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness. Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA, Hrönn Ríkharðsdóttir formaður ÍA og Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja- og íþróttamála sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Daníel og Guðmundu fyrir þeirra framlag við gerð viðaukans og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.
5.Erindi til skóla- og frístundaráðs frá ÍA fh. Golfklúbbsins Leynis
2310169
Óskað er eftir formlegum viðræðum við skóla- og frístundaráð um atriði sem varða starfsemi og rekstur Golfklúbbsins Leynis.
Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA, Hrönn Ríkharðsdóttir formaður ÍA og Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja- og íþróttamála sitja fundinn undir þessum lið.
Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA, Hrönn Ríkharðsdóttir formaður ÍA og Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja- og íþróttamála sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð er reiðubúið til frekara samtals við Golfklúbbinn Leyni um aðkomu að bráðabirgða æfingaaðstöðu fyrir barna- og ungmennastarf á meðan endurbætur standa yfir í kjallara Garðavalla.
Fundi slitið - kl. 11:00.