Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

228. fundur 20. nóvember 2023 kl. 08:00 - 11:00 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
  • Guðrún Hjörleifsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
  • Gíslína Erna Valentínusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Guðný Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara
  • Jónas Kári Eiríksson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Elsa Lára Arnardóttir varaáheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Vilborg Guðný Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Tómstundaframlag - nýting 2022

2309169

Fram kemur í samantekt um nýtingu tómstundaframlags árið 2022 að 76% barna og ungmenna á aldrinum 6-18 ára nýttu tómstundaframlagið. Í aldurshópnum 6-12 ára var nýtingin rúmlega 90% en tæplega 60% í aldurshópnum 13-18 ára.

Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að tómstundaframlag fyrir börn 6-18 ára taki mið af hækkunum á almennum þjónustugjaldskrám sveitarfélagins þ.e. að framlagið verði hækkað um 7% fyrir árið 2024.

Ráðið gerir það jafnframt að tillögu sinni að settur verði á stofn sérstakur vinnuhópur skipaður fulltrúum íþróttafélaga, framkvæmdarstjóra ÍA, fulltrúum foreldra, fulltrúum tónlistarskólans og fulltrúum ungmennaráðs ásamt pólitískum fulltrúum og embættismönnum skóla- og frístundasviðs. Hlutverk og verkefni hópsins er að rýna fyrirkomulag og nýtingu tómstundaframlagsins og leggja fram tillögur að hækkun og/eða breytingum á fyrirkomulagi til hagsbóta fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Skóla- og frístundaráð leggur til að vinnuhópurinn taki til starfa strax á nýju ári.

2.Málefni leikskólastigsins 2023

2307091

Áheyrnarfulltrúar leikskólanna; Guðný Birna Ólafsdóttir og Jónas Kári Eiríksson sitja fundinn undir þessum lið ásamt Anney Ágústsdóttur, Ingunni Ríkharðsdóttur, Írisi Sigurðardóttir og Vilborgu Valgeirsdóttur leikskólastjórum.
Útlit er fyrir að í lok janúar 2024 hafi gengið verulega á laus pláss í leikskólum Akraneskaupstaðar miðað við ráðgerðan fjölda barna í reiknilíkönum leikskólana. Vilji skóla- og frístundaráðs er að hugað verði af alvöru að stækkunarmöguleikum eða annarskonar viðbrögðum svo leikskólaplássum fjölgi í takt við íbúaþróun í bæjarfélaginu. Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að vísa málinu og uppfærðri skýrslu starfshóps um framtíðarþörf leikskólaplássa til skipulags- og umhverfissráðs. Ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að ráðist verði í kostnaðargreiningar og frumhönnun eins fljótt og auðið er.
Leikskólastjórar og áheyrnarfulltrúar leikskólanna víkja af fundi.

3.Endurbætur 1.hæð - tímalína framkvæmda

2311296

Alfreð Þ. Alfreðsson rekstrarstjóri fór yfir framlagða verk- og tímaáætlun framkvæmda á endurbótum 1. hæðar í Brekkubæjarskóla.

Áheyrnarfulltrúar Brekkubæjarskóla; Elsa Lára Arnardóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir og G. Erna Valentínusardóttir sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Alfreð fyrir yfirferðina og áheyrnarfulltrúum fyrir gott samtal. Samkvæmt framlagðri verk- og tímaáætlun verður framkvæmdinni skipt í tvo áfanga og verður að fullu lokið í desember 2025.

Áfangaskiptingin er sem hér segir:

Áfangi 1. Kennslueldhús, tónlistarstofa, stoðþjónusturými/hjúkrun, uppsteypa á anddyri.
Áfangi 2. Anddyri innrétting, smíðastofa, listgreinar, seturstofa, mötuneyti.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við kennslueldhús hefjist í desember 2023.

4.Íþróttahúsið Vesturgötu - loftgæði

2309022

Alfreð Þ. Alfreðsson rekstrarstjóri fór yfir framlagða verk- og tímaáætlun endurbóta á íþróttahúsinu á Vesturgötu.

Áheyrnarfulltrúar Brekkubæjarskóla; Elsa Lára Arnardóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir og G. Erna Valentínusardóttir sitja fundinn undir þessum lið ásamt Daníel Sigurðssyni Glad forstöðumanni íþróttamannvirkja og Guðmundu Ólafsdóttur framkvæmdarstjóra ÍA.
Skóla- og frístundaráð þakkar Alfreð fyrir yfirferðina og áheyrnarfulltrúum fyrir gott samtal. Niðurrif er hafið í sal íþróttahússins og gengur vel. Samkvæmt framlagðri verk- og tímaáætlun verður íþróttasalurinn tilbúinn til kennslu í byrjun skólaárs 2024.
Áheyrnarfulltrúar Brekkubæjarskóla víkja af fundi.

5.Erindi vegna húsnæðismála - Hnefaleikafélag Akraness

2311295

Erindi frá Hnefaleikafélagi Akraness.

Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir erindið og lýsir yfir ánægju með gróskumikið starf hjá Hnefaleikafélaginu og fjölgun iðkenda. Ráðið felur sviðsstjóra að kanna og meta þá húsnæðismöguleika sem Akraneskaupstaður getur boðið félaginu.

6.Keilufélag Akraness - húsnæðismál

2311273

Erindi frá Keilufélagi Akraness.

Áræll Rafn Erlingsson og Guðmundur Sigurðsson fulltrúar Keilufélags Akraness sitja fundinn undir þessum lið ásamt Daníel Sigurðssyni Glad forstöðumanni íþróttamannvirkja og Guðmundu Ólafsdóttir framkvæmdarstjóra ÍA.
Skóla- og frístundaráð þakkar fulltrúum Keilufélags Akraness fyrir gott samtal um möguleikann á að flýta framkvæmdum við endurbætur á keilusalnum. Í ljósi þess að keilusalurinn er sér brunahólf og auðvelt að einangra frá öðrum rýmum hússins óskar Keilufélag Akraness eftir því að keilusalurinn verði meðhöndlaður sem stök framkvæmd og bíður fram krafta sína við niðurrif og uppbyggingu til að flýta ferlinu.
Skóla- og frístundaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til úrvinnslu í skipulags- og umhverfisráði.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00