Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Gjaldskrá frístundadvalar utan lögheimilissveitarfélags
2312219
Drög að gjaldskrá vegna frístundadvalar barna og ungmenna sem ekki eiga lögheimili á Akranesi lögð fram til kynningar.
Skóla- og frístundaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að gjaldskrá og vísar til afgreiðslu í bæjarráði.
2.Starfshópur um framtíðarþörf leikskólaplássa á Akranesi
2304021
Farið yfir nýjustu tölur um fjölgun barna í sveitarfélaginu.
3.Tómstundaframlag - vinnumhópur um endurskoðun
2312220
Bæjarráð samþykkti að fela skóla- og frístundaráði að vinna málið áfram og kalla til sín fulltrúa hagaðila í þeirri vinnu. Verkefnið er að rýna fyrirkomulag og nýtingu tómstundaframlags Akraneskaupstaðar og leggja fram tillögur að hækkun og/eða breytingum á fyrirkomulagi til hagsbóta fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.
Gert verði ráð fyrir að vinnan hefjist í janúar nk. og skil á tillögum til bæjarráðs fyrir 15. mars nk.
Gert verði ráð fyrir að vinnan hefjist í janúar nk. og skil á tillögum til bæjarráðs fyrir 15. mars nk.
Fjallað um fyrirkomulag vinnu við rýningu á fyrirkomulagi og nýtingu tómstundaframlags Akraneskaupstaðar og næstu skref.
4.Íþróttahúsið Vesturgötu - loftgæði
2309022
Alfreð Alfreðsson rekstarstjóri fer yfir stöðu framkvæmda við endurbætur á íþróttahúsinu á Vesturgötu.
Skóla- og frístundaráð þakkar Alfreð fyrir yfirferðina. Verkið gengur vel og er á áætlun.
Fundi slitið - kl. 10:00.