Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar
2209259
Stefnumótun Akraneskaupstaðar var samþykkt í bæjarráði þann 11. janúar sl. og vísað til málsmeðferðar hjá fagráðum og nefndum og gert ráð fyrir að málið komi til endanlegrar málsmeðferar í bæjarstjórn Akraness þann 23. janúar nk.
Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri fylgir málinu eftir.
Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri fylgir málinu eftir.
Skóla- og frístundaráð þakkar Valdísi Eyjólfsdóttur fyrir góða kynningu og kom áleiðis smávægilegum ábendingum. Ráðið fagnar þeirri miklu og góðu vinnu sem lögð hefur verið í framtíðarstefnu fyrir Akraneskaupstað.
Valdís víkur af fundi.
2.Skóladagatal 2024-2025
2401214
Skóladagatal 2024-2025 lagt fyrir skóla- og frístundaráð til afgreiðslu.
Elsa Lára Arnardóttir aðstoðarskólastjóri Brekkubæjarskóla og Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla sitja fundinn undir þessum lið.
Elsa Lára Arnardóttir aðstoðarskólastjóri Brekkubæjarskóla og Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali fyrir skólaárið 2024-2025.
Elsa Lára og Sigurður Arnar víkja af fundi.
3.Tómstundaframlag - vinnumhópur um endurskoðun
2312220
Verk- og tímaáætlun vinnuhóps um endurskoðun á tómstundaframlagi.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:30.