Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

232. fundur 17. janúar 2024 kl. 08:00 - 09:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Elsa Lára Arnardóttir varaáheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarna
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Stefnumótun Akraneskaupstaðar var samþykkt í bæjarráði þann 11. janúar sl. og vísað til málsmeðferðar hjá fagráðum og nefndum og gert ráð fyrir að málið komi til endanlegrar málsmeðferar í bæjarstjórn Akraness þann 23. janúar nk.



Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri fylgir málinu eftir.
Skóla- og frístundaráð þakkar Valdísi Eyjólfsdóttur fyrir góða kynningu og kom áleiðis smávægilegum ábendingum. Ráðið fagnar þeirri miklu og góðu vinnu sem lögð hefur verið í framtíðarstefnu fyrir Akraneskaupstað.
Valdís víkur af fundi.

2.Skóladagatal 2024-2025

2401214

Skóladagatal 2024-2025 lagt fyrir skóla- og frístundaráð til afgreiðslu.

Elsa Lára Arnardóttir aðstoðarskólastjóri Brekkubæjarskóla og Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali fyrir skólaárið 2024-2025.
Elsa Lára og Sigurður Arnar víkja af fundi.

3.Tómstundaframlag - vinnumhópur um endurskoðun

2312220

Verk- og tímaáætlun vinnuhóps um endurskoðun á tómstundaframlagi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00