Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

233. fundur 07. febrúar 2024 kl. 08:00 - 11:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Guðný Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara
  • Vilborg Guðný Valgeirsdóttir varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
  • Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Blue Water Kayak og Hoppland - erindi

2312084

Ósk forsvarsmanna Hopplands ehf. um bætta aðstöðu á Akranesi. Mál tekið fyrir í skipulags- og umhverfisráði og vísað til umsagnar í skóla- og frístundaráð.



Skipulags- og umhverfisráð getur því miður ekki orðið við erindi Hopplands hvað varðar innviðauppbyggingu á svæðinu. Ráðið leggur til að forsvarsmenn Hopplands sæki um framlag til innviðauppbygginga í styrktarsjóð menningarmála Akraneskaupstaðar en vissulega styður starfsemi Hopplands við eflingu mannlífs. Eins eru fleiri styrktarsjóðir t.d. hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi sem hægt er að sækja um í.



Varðandi samstarf með leikjanámskeið þá vísar skipulags- og umhverfisráð þeim þætti til umsagnar hjá skóla- og frístundaráði og felur garðyrkjustjóra og verkefnastjóra frístunda- og forvarnarmála að rýna betur í samstarfsþáttinn.



Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri frístunda- og forvarnarmála situr fundinn undir þessum lið.
Akraneskaupstaður getur ekki orðið við beiðni Hopplands um að ungmenni á vegum Vinnuskólans aðstoði við fyrirhuguð leikjanámskeið. Samstarf Vinnuskólans við utanaðkomandi aðila hefur einskorðast við aðildarfélög ÍA og félagasamtök í óhagnaðardrifinni starfsemi í þágu samfélagsins.

2.Viðbrögð vegna lokunar íþróttahússins Vesturgötu

2309311

Lagt fram til kynningar.

3.Búnaðarkaup fyrir unglingastig grunnskólanna

2208012

Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla, Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla og Jóhann Guðmundsson kerfisstjóri sitja fundinn undir þessum lið.
Fjallað var um þörf og fyrirkomulag endurnýjunar á tölvubúnaði fyrir grunnskólana, nemendur og starfsfólk. Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra og kerfisstjóra að vinna áætlun í takt við umræðu fundarins og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráð.
Arnbjörg, Sigurður og Jóhann víkja af fundi.

4.Akrafjall Ultra 2024

2402052

Sigurjón Ernir Sturluson skipuleggjandi Akrafjall Ultra 2024 kynnir fyrir skóla- og frístundaráði fyrirhugað hlaup



Skóla- og frístundaráð þakkar Sigurjóni Erni Sturlusyni kærlega fyrir komuna og góða kynningu á fyrirhuguðu hlaupi - Akrafjall Ultra. Ráðið telur viðburð sem þennan falla vel að fyrirætlunum Akraneskaupstaðar að vera íþróttasveitarfélag. Sviðsstjóra og verkefnastjóra menningar- og safnamála er falið frekara samstarf við skipuleggjendur hlaupsins um aðkomu kaupstaðarins s.s. með kynningarefni og aðra umsýslu. Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að þátttakendur í hlaupinu fái aðgang í Guðlaugu og sund þeim að kostnaðarlausu á hlaupadegi.
Sigurjón Ernir víkur af fundi.

5.Jaðarsbakkar 1 - hönnun íþróttamiðstöðvar

2006228

Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra og forstöðumanni íþróttamannvirkja í samstarfi við framkvæmdarstjóra ÍA mótun verklagsreglna um nýtingu og umgengni við nýja íþróttahúsið á Jaðarsbökkum. Gert er ráð fyrir að drögum verði skilað til umsagnar í skóla- og frístundaráð á vormánuðum.

6.Tómstundaframlag - vinnumhópur um endurskoðun

2312220

Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA sátu fundinn undir þessum lið.



Guðmunda kynnir gögn um þróun æfingagjalda aðildarfélaga ÍA fyrir skóla- og frístundaráði.
Skóla- og frístundaráð þakkar Guðmundu framkvæmdarstjóra ÍA fyrir góða samantekt á gögnum og kynningu sem nýtist vel í vinnnu við endurskoðun á tómstundaframlaginu.
Daníel og Guðmunda víkja af fundi.

7.Sumarleyfi leikskólanna 2024

2402053

Fjallað um sumaropnun leikskólanna á Akranesi 2024 - erindi frá leikskólastjórum.

Áheyrnarfulltrúar leikskólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að sumarleyfi leikskólanna sumarið 2024 verði fjórar vikur og að lokað verði frá 8. júlí til og með 2. ágúst. Ráðið fellst einnig á beiðni leikskólastjóra um að til framtíðar miðist 4 vikna sumarlokun leikskólanna við að opnun eftir sumarleyfi verði þriðjudagurinn eftir Verslunarmannahelgi.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00