Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

238. fundur 24. apríl 2024 kl. 15:30 - 17:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Ragnheiður Helgadóttir aðalmaður
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
  • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Anna María Þórðardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Maren Ósk Elíasdóttir verkefnastjóri
  • Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Skipurit Grundaskóla

24042335

Skólastjóri Grundaskóla óskar eftir að festa í sessi tvo aðstoðarskólastjóra í skipuriti Grundaskóla. Breytingin er innan stöðugilda- og fjárhagsheimilda skólans og kemur því ekki til kostnaðarauka. Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri og Anna María Þórðardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra tóku sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir framlagða breytingu á skipuriti Grundaskóla.
Sigurður Arnar og Anna María víkja af fundi.

2.Íþróttahúsið Vesturgötu - loftgæði

2309022

Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri og Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja kynna stöðu hreinsunarstarfs í keilusalnum. Emilía Halldórsdóttir fulltrúi ÍA sat einnig fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð leggur áherslu á mikilvægi þess að hreinsunarstarfi í keilusalnum ljúki sem allra fyrst. Sviðsstjóra, forstöðumanni íþróttamannvirkja og rekstarstjóra er falið að vinna málið áfram í samstarfi við stjórn Keilufélags Akraness. Jafnframt vísar skóla- og frístundaráð málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráð til nánari útfærslu á verk- og tímaáætlun á fyrirhuguðum endurbótum á rými keilusalarins.

3.Garðavellir - endurskoðun á samningi GL og AK 2023

2303201

Undanfarin misseri hefur staðið yfir endurskoðun á húsaleigusamningi Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis vegna Garðavalla. Lokadrög kynnt fyrir skóla- og frístundaráði. Emilía Halldórsdóttir fulltrúi ÍA og Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja sátu fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð lýsir yfir ánægju sinni með framlögð drög að húsaleigusamningi milli Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis þar sem áhersla er á mæta þörfum samningsaðila og annarra aðildarfélaga ÍA. Skóla- og frístundaráð vísar samningnum, með örfáum ábendingum, til umfjöllunar í bæjarráð.

4.ÍA hátíðarsalur Jaðarsbökkum - rekstarleyfi fyrir veitingastað í flokki II

24042167

Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 11. apríl 2024 og vísaði til umsagnar skóla- og frístundaráðs og Brúar forvarnarhóps.



Emilía Halldórsdóttir fulltrúi ÍA og Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja sátu fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð leggur áherslu á að öll aðildarfélög ÍA hafi jafnan aðgang að hátíðarsalnum á Jaðarsbökkum fyrir sína starfsemi. Ráðið telur því óheppilegt að eitt aðildarfélag ÍA fái rekstrarleyfi í salnum umfram önnur og telur betri kost að slíkt leyfi yrði veitt til Íþróttabandalags Akraness - ÍA. Vert er þó að vekja athygli á því að í yfirlýstri stefnu ÍA í vímuvarnarmálum er tekið fram að stjórn ÍA skuli beita sér fyrir því að notkun vímuefna verði bönnuð í íþróttamannvirkjum og félagsheimilum sem tengjast íþróttastarfi og íþróttahreyfingunni.

Emilía og Daníel víkja fundi.

5.Fundargerðir 2024 - menningar- og safnanefnd

2401006

Vantar fundargerðir 128 og 129.

130. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 14. febrúar 2024.

131. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 13. mars 2024.

132. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 10. apríl 2024.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00