Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

239. fundur 08. maí 2024 kl. 08:00 - 10:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Hjörvar Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Ragnheiður Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara
  • Vilborg Guðný Valgeirsdóttir varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Maren Ósk Elíasdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Endurnýjun samstarfssamnings

2405045

Drög að endurnýjuðum samstarfssamning Skátafélags Akraness og Akraneskaupstaður. Fyrri samstarfsamingur felur í sér árlega styrktarveitingu Akraneskaupstaðar til Skátafélags Akraness vegna reksturs félagsstarfsins og vegna tómstundastarfs barna og ungmenna. Fulltrúar Skátafélags Akraness sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð þakkar fulltrúum Skátafélags Akraness fyrir gott samtal og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við stjórn félagsins.
Fulltrúar Skátafélags Akraness víkja af fundi.

2.Kaup á kæliskáp fyrir mötuneyti

2405047

Skólastjóri Grundaskóla óskar eftir fjárveitingu til endurnýjunar á kæliskáp í mötuneyti skólans.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu í bæjarráð.

3.Virkara eftirlit með ástandi húsnæðis - bæjarstjórn unga fólksins

2402241

Erindi af bæjarstjórnarfundi unga fólksins. Eydís Glóð Guðlaugs Drífudóttir ræddi um ástand skólahúsnæðis á Akranesi og mikilvægi þess að hafa reglulegt eftirlit með mannvirkjum og aukið viðhald til að koma í veg fyrir skemmdir og að það ástand endurtaki sig sem verið hefur. Líf og heilsa barna verður að vera forgangsatriði.
Skóla- og frístundaráð þakkar Eydísi Glóð og bæjarstjórn unga fólksins fyrir greinargott erindi. Ráðið tekur heilshugar undir mikilvægi þess að vel verði staðið að eftirliti og viðhaldi skólahúsnæðis á Akranesi til framtíðar.

4.Mötuneyti grunnskóla - framtíðarsýn

2405056

Umfjöllun um mötuneyti grunnskólanna, framtíðarsýn og fyrirséð áhrif gjaldfrjálsra grunnskólamáltíða á starfsemi mötuneyta Brekkubæjarskóla og Grundaskóla.
Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

5.Ósk um heimild til ráðningar sjöunda deildarstjórans

2312152

Stjórnendur Garðasels óska eftir heimild til að áframhaldandi ráðningar sjöunda deildarstjórans á Garðaseli. Deildirnar verða sjö næsta skólaár og nemendafjölda þeirra frá 20 til 26. Gert er ráð fyrir því að heildarfjöldi nemenda í Garðaseli verða um 160.



Ingunn Sveinsdóttir leikskólastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að heimila sjö deildarstjóra við leikskólann Garðasel þann tíma sem nemendafjöldi skólans krefst sjöundu deildarinnar. Fyrir liggur að taka þarf upp reiknilíkan Garðasels nú á vormánuðum til að mæta auknum nemendafjölda. Skóla- og fristundaráð leggur til að gert verði ráð fyrir sjö deildarstjórum við þá endurskoðun og síðar við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025. Málinu vísað til afgreiðslu í bæjarráð.

6.Skráningardagar 2024-2025

2405048

Mat á verkefninu, Skráningardagar í leikskólum á Akranesi. Fyrirliggjandi gögn um nýtingarhlutfall skráningardaga sýna að meirihluti foreldra (66,7%) nýttu sér skráningardaga að fullu og fengu því gjaldfrjálsa vistun í desember. Lögð var fyrir viðhorfskönnun meðal starfsfólks í einum leikskóla og benda niðurstöður til almennrar ánægju starfsfólks með fyrirkomulagið í tengslum við betri vinnutíma. Þá gaf starfsmannakönnun Gallup sömuleiðis góðar upplýsingar um ánægju starfsfólks með skráningardaga. Lagt er til að foreldrum leikskólabarna sé send einföld spurningakönnun til þess að kanna viðhorf þeirra til áframhaldandi skráningardaga skólaárið 2024 til 2025.

Áheyrnarfulltrúar leikskóla taka sæti á fundinum undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð fagnar þátttöku foreldra og ánægju starsfólks og stjórnenda leikskóla Akraneskaupstaðar með tilraunarverkefnið um skráningardaga í leikskólum. Ljóst er að verkefnið hefur náð tilætluðum árangri við að takast á við áskoranir við framkvæmd styttingar vinnuvikunnar í leikskólum. Þeir foreldrar sem tóku þátt í verkefninu fengu felld niður leikskólagjöld að fullu í desembermánuði 2023 og tekist hefur að tryggja gæðaleikskólastarf án skerðingar allt skólaárið.
Vilji skóla- og frístundaráðs er að halda verkefninu áfram næsta skólaár en felur starfsfólki skóla- og frístundasviðs að útbúa og leggja fyrir foreldra leikskólabarna stutta könnun um viðhorf þeirra til áframhaldandi skráningardaga. Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 10:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00