Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

242. fundur 26. júní 2024 kl. 08:00 - 11:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
  • Ívar Orri Kristjánsson forstöðumaður Þorpsins
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Maren Ósk Elíasdóttir verkefnastjóri
  • Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri
  • Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri
  • Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Fundir skóla- og frístundaráðs

2406257

Ákvörðun um fundi skóla- og frístundaráðs sumarið 2024.
Næsti fundur skóla- og frístundaráðs verður haldinn miðvikudaginn 7. ágúst 2024.

2.Fundargerðir starfshóps um skipulag Jaðarsbakka

24052281

Fundargerðir 2., 3. og 4. fundar starfshóps um skipulag Jaðarsbakka lagðar fram til kynningar. Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri fylgir málinu eftir.
Skóla- og frístundaráð þakkar Valdísi Eyjólfsdóttur verkefnastjóra fyrir yfirferð á fundargerðum starfshópsins.
Valdís víkur af fundi.

3.Tónlistarskóli - erindi frá starfsfólki TOSKA

2406251

Erindi starfsfólks Tónlistarskóla Akraness til skóla- og frístundaráðs um ýmis málefni er snúa að starfsemi og aðstöðu skólans s.s. þörf fyrir endurnýjun á hljóðfærum skólans, tölvu- og snjalltækjavæðingu ásamt vandamálum í tengslum við loftræsingu og hitastýringu í húsnæði skólans. Rut Berg Guðmundsdóttir skólastjóri og Elfa Margrét Ingvadóttir aðstoðarskólastjóri fylgja málinu eftir.

Skóla- og frístundaráð þakkar starfsfólki Tónlistarskólans fyrir erindið og Rut Berg og Elfu Margréti fyrir samtalið. Ráðið leggur ríka áherslu á að gripið verði til nauðsynlegra aðgerða til að koma loftræsingu og hitastýringu hússins í lag og vísar þeim hluta erindisins til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráð. Ráðið tekur jafnframt undir ábendingar starfsfólks um nauðsyn þess að unnin verði áætlun um endurnýjun hljóðfæra skólans sem mörg hver eru komin til ára sinna. Hvað varðar ósk um kaup á 15-20 spjaldtölvum, sem ætlaðar eru m.a. í tónfræðikennslu, þemaverkefni og námskeiðshald, leggur skóla- og frístundaráð til að hún verði tekin upp aftur við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.

4.Tónlistarskóli - innritun haustið 2024

2406252

Rut Berg Guðmundsdóttir skólastjóri Tónlistarskólans og Elfa Margrét Ingvadóttir aðstoðarskólastjóri fara yfir stöðu innritunar í skólann haustið 2024.
Skóla- og frístundaráð þakkar Rut og Elfu fyrir upplýsandi samtal. Fram kom í kynningu þeirra að nemendur skólans eru um 350 talsins. Óvenju margir eru á biðlista fyrir komandi skólaár og hefur þurft að stýra nemendum úr forskóla II í hálft nám, í stað heils náms, til að koma fleirum inn í skólann. Stöðugildafjöldi hefur verið óbreyttur frá árinu 2008, eða 14,9. Áhugi er hjá stjórnendum skólans að þróa ýmsar nýjungar s.s. námskeið og söngleikjadeild. Tónlistarskólinn hefur lagt áherslu á skapandi nám í bland við hefðbundið og heppnuðustu tónleikarnir TOSKA fríkar út einstaklega vel. Skóla- og frístundaráð vill færa starfsfólki og nemendum skólans sérstakt hrós og þakkir fyrir þann frábæra viðburð.
Rut Berg og Elfa Margrét víkja af fundi.

5.Mötuneyti grunnskóla - framtíðarsýn

2405056

Sviðsstjóri og fjármálastjóri kynna framvindu við mótun framtíðarsýnar í mötuneytismálum fyrir grunnskóla Akraneskaupstaðar.
Vilji skóla- og frístundaráðs stendur til að útboðsleið, á rekstri og þjónustu mötuneyta grunnskólanna, verði skoðuð af fullri alvöru. Er það mat ráðsins að sú leið geti verið ákjósanleg til þess m.a. að mæta áskorunum við gjaldfrjálsar skólamáltíðir, auka gæði, fjölbreytni og val skólamáltíða ásamt því að skapa tækifæri til samlegðar með öðrum stofnunum/rekstrareiningum kaupstaðarins. Til þess að hefja vinnu við undirbúning og gerð útboðsgagna leggur skóla- og frístundaráð til við bæjarráð að veitt verði heimild til að óska eftir tilboðum í aðkeypta ráðgjafavinnu í tengslum við verkefnið.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri víkur af fundi.

6.Frístundaheimili Akraneskaupstaðar - framtíðarsýn

2406253

Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri frístunda- og forvarnarmála og Ívar Orri Kristjánsson forstöðumaður Þorpsins kynna tillögu að verkefni er snýr að framtíðarsýn frístundaheimila Akraneskaupstaðar.
Skóla- og frístundaráð þakkar Ívari Orra fyrir erindi sitt um framtíðarsýn frístundaheimila Akraneskaupstaðar. Ráðið felur skóla- og frístundasviði að vinna málið áfram í samstarfi við fjármálsvið.
Ívar Orri víkur af fundi.

7.Tómstundaframlag - vinnumhópur um endurskoðun

2312220

Bæjarráð fól skóla- og frístundaráði að hefja vinnu við endurskoðun á upphæð og fyrirkomulagi tómstundaframlaga hjá Akraneskaupstað. Inn í þá vinnu fléttast verkefni ÍA, íþróttagrunnur, sem hefur það að markmiði að gefa nemendum í 1. og 2. bekk tækifæri til að prófa fjölbreyttar íþróttir á vegum aðildarfélaga ÍA. Staða verkefnisins er hér kynnt fyrir skóla- og frístundaráði.



Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA og Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri frístunda- og forvarnarmála sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Guðmundu og Heiðrúnu fyrir gagnlegt samtal um tómstundaframlag og íþróttagrunn fyrir yngstu börn grunnskólanna. Ráðið felur sviðsstjóra að taka saman skýrslu úr fyrirliggjandi gögnum um endurskoðun á upphæð og fyrirkomulagi tómstundaframlaga sem tekin verður fyrir á fyrri fundi ráðsins í september.
Skóla- og frístundaráð telur verkefni ÍA - íþróttagrunnur, spennandi tilraunarverkefni og er áfram um að það komist til framkvæmnda. Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra og verkefnastjórum á sviðinu að vinna málið áfram með frístundaheimilunum og íþróttabandalaginu. Ráðið óskar eftir kynningu á loka tillögum/fyrirkomulagi verkefnisins og kostnaðargreiningu ásamt því að skuldbinding aðildarfélaga ÍA til þátttöku í verkefninu liggi fyrir í haust.
Heiðrún víkur af fundi.

8.Nýtt íþróttahús á Jaðarsbökkum - nýting

2406016

Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði fer yfir stöðu framkvæmda.



Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA og Daníel S. Glad sitja fundinn undir dagskrárliðum 8 og 9.
Skóla- og frístundaráð þakkar Önnu Maríu verkefnastjóra fyrir yfirferðina á stöðu nýbyggingar á Jaðarsbökkum.
Anna María víkur af fundi.

9.Íþróttahús - búnaðarkaup

2406255

Niðurstöður verðkannana vegna fyrirhugaðra búnaðarkaupa í íþróttahús Akraneskaupstaðar.
Skóla- og frístundaráð þakkar Daníel Sigurðssyni forstöðumanni íþróttamannvirkja fyrir kynningu á tilboðum í búnaðarkaup fyrir íþróttahúsið á Vesturgötu og nýja íþróttahúsið á Jaðarsbökkum. Fengin voru tilboð frá þremur fyrirtækjum og var Altís með hagstæðustu verðin. Veittur er viðbótar afsláttur ef heildarpakkinn fyrir bæði húsin er tekinn hjá fyrirtækinu. Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að forstöðumaður íþróttamannvirkja fái heimild til að kaupa nauðsynlegan búnað skv. fyrirliggjandi lista fyrir íþróttahúsið á Vesturgötu svo hægt verði að hefja starfsemi með fullbúið hús í haust.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00