Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Frístundaheimili Akraneskaupstaðar - framtíðarsýn
2406253
Skóla- og frístundaráð setur upp drög að verk- og tímaáætlun fyrir verkefnið. Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri frístunda- og forvarnarmála fylgir málinu eftir.
Verkefnastjóra frístunda- og forvarnarmála og sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram.
2.Starfsáætlun grunnskóla 2024-2025
2412027
Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla kynnir starfsáætlun skólans fyrir skólaárið 2024-2025.
Áheyrnarfulltrúar Brekkubæjarskóla sitja fundinn undir dagskrárliðum 2-4.
Áheyrnarfulltrúar Brekkubæjarskóla sitja fundinn undir dagskrárliðum 2-4.
Skóla- og frístundaráð staðfestir starfsáætlun Brekkubæjarskóla fyrir skólaárið 2024-2025 og þakkar Arnbjörgu fyrir góða yfirferð.
3.Skóladagatal 2025-2026
2501261
Skóladagatal 2025-2026 lagt fyrir skóla- og frístundaráð til afgreiðslu.
Áheyrnarfulltrúar Grundaskóla sitja fundinn undir dagskrárliðum 3-4.
Áheyrnarfulltrúar Grundaskóla sitja fundinn undir dagskrárliðum 3-4.
Skóla- og frístundaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali fyrir skólaárið 2025-2026.
4.Farsældarþjónusta barna - tölulegar upplýsingar fyrir 2024
2501236
Sólveig Sigurðardóttir deildarstjóri farsældarþjónustu barna kynnir tölulegar upplýsingar um þróun farsældarþjónustu barna 2024 og samanburð milli ára.
Áheyrnarfulltrúar leikskóla sitja fundinn undir dagskrárliðum 4-5.
Áheyrnarfulltrúar leikskóla sitja fundinn undir dagskrárliðum 4-5.
Skóla- og frístundaráð þakkar góða yfirferð og kynningu og fagnar þeim góða árangri sem farsældarþjónusta barna hefur náð.
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla víkja af fundi.
5.Stytting vinnuvikunnar í leikskólum Akraneskaupstaðar
2412026
Áframhaldandi umræða um leiðir til að mæta styttingu vinnuviku starfsfólks í leikskólum Akraneskaupstaðar.
Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram.
Áheyrnarfulltrúar leikskóla víkja af fundi.
6.Framkvæmdir við mannvirki á skóla- og frístundasviði - reglubundið yfirlit
2402214
Anna María Þráinsdóttir fer yfir stöðu framkvæmda í stofnunum á skóla- og frístundasviði.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir góða kynningu.
Fundi slitið - kl. 10:00.