Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

257. fundur 07. mars 2025 kl. 08:00 - 11:50 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Hrafnhildur Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
  • Anna María Þórðardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Ívar Orri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Ragnheiður Helgadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Maren Ósk Elíasdóttir verkefnastjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri
  • Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
  • Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Verkefnaskrá stjórnsýslu Akraneskaupstaðar kynnt með sértaka áherslu á mennta- og menningarsvið. Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri fylgir málinu eftir.
Skóla- og frístundaráð þakkar Valdísi fyrir góða vinnu við uppsetningu og kynningu á verkefnaskránni. Ráðið fagnar nýju verklagi og telur það til mikilla bóta bæði fyrir kjörna fulltrúa og embættismenn.
Valdís víkur af fundi.

2.Mánaðayfirlit 2024

2403044

Mánaðayfirlit janúar - nóvember 2024. Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð þakkar fjármálastjóra fyrir góða yfirferð á rekstrarniðurstöðu málaflokksins fyrir janúar til nóvember 2024.
Kristjana Helga víkur af fundi.

3.Skagalif.is - Sameining vefmiðla Akraneskaupstaðar

2502233

Verkefnastjóri menningar- og safnamála leggur til að vefsíðunni skagalif.is verði lokað. Skagalif.is endurtekur að mestu það efni sem þegar er til staðar á aðalsíðu bæjarins, www.akranes.is

Með lokun skagalif.is sparast fjármagn sem annars fer í rekstur, vefhönnun og viðhald síðunnar. Þessu fjármagni og tíma starfsfólks er betur varið í umbætur og þróun á aðalsíðu Akraneskaupstaðar, sem eykur notendavænleika hennar.

Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri menningar- og safnamála situr fundinn undir þessum fundarlið.

Skóla- og frístundaráð samþykkir fyrir sitt leyti að síðunni skagalif.is verði lokað og að fjármagni og tíma verði frekar varið í að auka gæði og notagildi aðalsíðu Akraneskaupstaðar akranes.is
Málinu vísað til umfjöllunar hjá bæjarráði.
Vera Líndal víkur af fundi.

4.Grundaskóli - niðurstöður Skólapúlsins skólaárið 2024-2025

2503053

Grundaskóli hefur keypt þjónustu Skólapúlsins við gerð nemendakannana fyrir 6. -10. bekk á þessu skólaári. Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri kynnir niðurstöður þeirra frá september til og með febrúar fyrir skóla- og frístundaráði.

Áheyrnarfulltrúar Grundaskóla, Hrafnhildur Jónsdóttir og Anna María Þórðardóttir sitja einnig fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Sigurði Arnari fyrir greinargóða kynningu og fagnar niðurstöðum úr Skólapúlsinum. Könnunin gefur góðar upplýsingar um virkni nemenda í skólanum, líðan og heilsu ásamt skóla- og bekkjaranda og nýtist starfsfólki og stjórnendum vel í eftirliti með gæðum skólastarfs. Niðurstöður Grundaskóla varpa ljósi á þá góðu vinnu sem skólinn hefur unnið í tengslum við farsæld barna í skólanum.
Sigurður Arnar, Hrafnhildur og Anna María víkja af fundi.

5.KFÍA - Vallarhús

2410228

Áframhaldandi umfjöllun um drög að samningi um afnot KFÍA af Vallarhúsi.

Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA situr fundinn undir dagskrárliðum 5-7.
Lagt fram til kynningar.

6.Ályktun aðalfundar Skotfélags Akraness 2025

2503051

Aðalfundur Skotfélags Akraness (SKA) skorar á Akraneskaupstað að hraða framkvæmdum í kjallara íþróttahússins að Vesturgötu þar sem inniaðstaða SKA áður var hýst.
Skóla- og frístundaráð vísar málinu til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisráði.

7.Umsókn um afnot af rými í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu

2503052

Pílufélag Akraness óskar eftir afnotum af herbergjunum, sem áður voru nýtt undir kraftlyftingar inn af núverandi píluaðstöðu í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu.
Skóla- og frístundaráð tekur jákvætt í að veita pílufélaginu tímabundin afnot af herbergjum inn af núverandi píluaðstöðu, að því gefnu að ekki falli til kostnaður á Akraneskaupstað við nýtingu rýmanna. Forstöðumanni íþróttamannvirkja er falið að vinna málið áfram í samráði við rekstrarstjóra og sviðsstjóra.
Guðmunda víkur af fundi.

8.Ungmennaráð - endurskoðun á erindisbréfi

2503054

Lögð fram tillaga að breytingu á erindisbréfi Ungmennaráðs Akraness.

Ívar Orri Kristjánsson forstöðumaður Frístundamiðstöðvarinnar Þorpsins fylgir málinu eftir.
Tillagan sem lögð er fram er hluti af aðgerðaráætlun Akraneskaupstaðar vegna innleiðingar Barnasáttmálans 2023-2025 og byggir á niðurstöðum kortlagningar á velferð og réttindum barna á Akranesi. Breyting á erindisbréfi Ungmennaráðs er einnig hluti af aðgerðaráætlun í stefnumótun Akraneskaupstaðar og snýr að markmiðunum um; áætlun um aðkomu barna og ungmenna að ákvarðanatöku og innleiðingu barnvæns sveitarfélags.
Breytingarnar sem lagðar eru til snúa að fyrirkomulagi á skipan í Ungmennaráð þar sem horfið verður frá því að velja fulltrúa í ráðið en þess í stað verði boðið upp á opið umsóknarferli fyrir öll ungmenni sem áhuga hafa á setu í Ungmennaráði. Jafnframt er lagt til að fundum Ungmennaráðs verði fjölgað úr 5 í 7 sem kemur til vegna aukins umfangs í kringum árlegt barna- og ungmennaþing.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að samþykkja framlagðar breytingatillögur.
Ívar Orri víkur af fundi.

9.Bæjarmálasamþykkt - samþykkt um stjórn og fundarsköp (stjórnskipulagsbreytingar)

2502073

Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnir vinnu við endurskoðun á bæjarmálasamþykkt Akraneskaupstaðar.
Skóla- og frístundaráð þakkar Steinari Adolfssyni fyrir kynningu á tillögum að stjórnskipulagsbreytingum á bæjarmálasamþykktum Akraneskaupstaðar.
Steinar víkur af fundi.

10.Frístundaheimili Akraneskaupstaðar - framtíðarsýn

2406253

Drög að spurningum í viðhorfskönnun til foreldra lögð fyrir skóla- og frístundaráð. Ásamt tillögu að starfstíma Þorpsins sumarið 2025.
Skóla- og frístundaráð samþykkir drög að spurningum í viðhorfskönnun sem lögð verður fyrir foreldra barna í frístundaheimilum Akraneskaupstaðar á næstunni.

Ráðið þakkar jafnframt fyrir upplýsingar um starfstíma Þorpsins sumarið 2025.

Fundi slitið - kl. 11:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00