Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar
2209259
Verkefnaskrá stjórnsýslu Akraneskaupstaðar kynnt með sértaka áherslu á mennta- og menningarsvið. Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri fylgir málinu eftir.
Skóla- og frístundaráð þakkar Valdísi fyrir góða vinnu við uppsetningu og kynningu á verkefnaskránni. Ráðið fagnar nýju verklagi og telur það til mikilla bóta bæði fyrir kjörna fulltrúa og embættismenn.
Valdís víkur af fundi.
2.Mánaðayfirlit 2024
2403044
Mánaðayfirlit janúar - nóvember 2024. Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð þakkar fjármálastjóra fyrir góða yfirferð á rekstrarniðurstöðu málaflokksins fyrir janúar til nóvember 2024.
Kristjana Helga víkur af fundi.
3.Skagalif.is - Sameining vefmiðla Akraneskaupstaðar
2502233
Verkefnastjóri menningar- og safnamála leggur til að vefsíðunni skagalif.is verði lokað. Skagalif.is endurtekur að mestu það efni sem þegar er til staðar á aðalsíðu bæjarins, www.akranes.is
Með lokun skagalif.is sparast fjármagn sem annars fer í rekstur, vefhönnun og viðhald síðunnar. Þessu fjármagni og tíma starfsfólks er betur varið í umbætur og þróun á aðalsíðu Akraneskaupstaðar, sem eykur notendavænleika hennar.
Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri menningar- og safnamála situr fundinn undir þessum fundarlið.
Með lokun skagalif.is sparast fjármagn sem annars fer í rekstur, vefhönnun og viðhald síðunnar. Þessu fjármagni og tíma starfsfólks er betur varið í umbætur og þróun á aðalsíðu Akraneskaupstaðar, sem eykur notendavænleika hennar.
Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri menningar- og safnamála situr fundinn undir þessum fundarlið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir fyrir sitt leyti að síðunni skagalif.is verði lokað og að fjármagni og tíma verði frekar varið í að auka gæði og notagildi aðalsíðu Akraneskaupstaðar akranes.is
Málinu vísað til umfjöllunar hjá bæjarráði.
Málinu vísað til umfjöllunar hjá bæjarráði.
Vera Líndal víkur af fundi.
4.Grundaskóli - niðurstöður Skólapúlsins skólaárið 2024-2025
2503053
Grundaskóli hefur keypt þjónustu Skólapúlsins við gerð nemendakannana fyrir 6. -10. bekk á þessu skólaári. Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri kynnir niðurstöður þeirra frá september til og með febrúar fyrir skóla- og frístundaráði.
Áheyrnarfulltrúar Grundaskóla, Hrafnhildur Jónsdóttir og Anna María Þórðardóttir sitja einnig fundinn undir þessum dagskrárlið.
Áheyrnarfulltrúar Grundaskóla, Hrafnhildur Jónsdóttir og Anna María Þórðardóttir sitja einnig fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Sigurði Arnari fyrir greinargóða kynningu og fagnar niðurstöðum úr Skólapúlsinum. Könnunin gefur góðar upplýsingar um virkni nemenda í skólanum, líðan og heilsu ásamt skóla- og bekkjaranda og nýtist starfsfólki og stjórnendum vel í eftirliti með gæðum skólastarfs. Niðurstöður Grundaskóla varpa ljósi á þá góðu vinnu sem skólinn hefur unnið í tengslum við farsæld barna í skólanum.
Sigurður Arnar, Hrafnhildur og Anna María víkja af fundi.
5.KFÍA - Vallarhús
2410228
Áframhaldandi umfjöllun um drög að samningi um afnot KFÍA af Vallarhúsi.
Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA situr fundinn undir dagskrárliðum 5-7.
Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA situr fundinn undir dagskrárliðum 5-7.
Lagt fram til kynningar.
6.Ályktun aðalfundar Skotfélags Akraness 2025
2503051
Aðalfundur Skotfélags Akraness (SKA) skorar á Akraneskaupstað að hraða framkvæmdum í kjallara íþróttahússins að Vesturgötu þar sem inniaðstaða SKA áður var hýst.
Skóla- og frístundaráð vísar málinu til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisráði.
7.Umsókn um afnot af rými í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu
2503052
Pílufélag Akraness óskar eftir afnotum af herbergjunum, sem áður voru nýtt undir kraftlyftingar inn af núverandi píluaðstöðu í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu.
Skóla- og frístundaráð tekur jákvætt í að veita pílufélaginu tímabundin afnot af herbergjum inn af núverandi píluaðstöðu, að því gefnu að ekki falli til kostnaður á Akraneskaupstað við nýtingu rýmanna. Forstöðumanni íþróttamannvirkja er falið að vinna málið áfram í samráði við rekstrarstjóra og sviðsstjóra.
Guðmunda víkur af fundi.
8.Ungmennaráð - endurskoðun á erindisbréfi
2503054
Lögð fram tillaga að breytingu á erindisbréfi Ungmennaráðs Akraness.
Ívar Orri Kristjánsson forstöðumaður Frístundamiðstöðvarinnar Þorpsins fylgir málinu eftir.
Ívar Orri Kristjánsson forstöðumaður Frístundamiðstöðvarinnar Þorpsins fylgir málinu eftir.
Tillagan sem lögð er fram er hluti af aðgerðaráætlun Akraneskaupstaðar vegna innleiðingar Barnasáttmálans 2023-2025 og byggir á niðurstöðum kortlagningar á velferð og réttindum barna á Akranesi. Breyting á erindisbréfi Ungmennaráðs er einnig hluti af aðgerðaráætlun í stefnumótun Akraneskaupstaðar og snýr að markmiðunum um; áætlun um aðkomu barna og ungmenna að ákvarðanatöku og innleiðingu barnvæns sveitarfélags.
Breytingarnar sem lagðar eru til snúa að fyrirkomulagi á skipan í Ungmennaráð þar sem horfið verður frá því að velja fulltrúa í ráðið en þess í stað verði boðið upp á opið umsóknarferli fyrir öll ungmenni sem áhuga hafa á setu í Ungmennaráði. Jafnframt er lagt til að fundum Ungmennaráðs verði fjölgað úr 5 í 7 sem kemur til vegna aukins umfangs í kringum árlegt barna- og ungmennaþing.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að samþykkja framlagðar breytingatillögur.
Breytingarnar sem lagðar eru til snúa að fyrirkomulagi á skipan í Ungmennaráð þar sem horfið verður frá því að velja fulltrúa í ráðið en þess í stað verði boðið upp á opið umsóknarferli fyrir öll ungmenni sem áhuga hafa á setu í Ungmennaráði. Jafnframt er lagt til að fundum Ungmennaráðs verði fjölgað úr 5 í 7 sem kemur til vegna aukins umfangs í kringum árlegt barna- og ungmennaþing.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að samþykkja framlagðar breytingatillögur.
Ívar Orri víkur af fundi.
9.Bæjarmálasamþykkt - samþykkt um stjórn og fundarsköp (stjórnskipulagsbreytingar)
2502073
Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnir vinnu við endurskoðun á bæjarmálasamþykkt Akraneskaupstaðar.
Skóla- og frístundaráð þakkar Steinari Adolfssyni fyrir kynningu á tillögum að stjórnskipulagsbreytingum á bæjarmálasamþykktum Akraneskaupstaðar.
Steinar víkur af fundi.
10.Frístundaheimili Akraneskaupstaðar - framtíðarsýn
2406253
Drög að spurningum í viðhorfskönnun til foreldra lögð fyrir skóla- og frístundaráð. Ásamt tillögu að starfstíma Þorpsins sumarið 2025.
Skóla- og frístundaráð samþykkir drög að spurningum í viðhorfskönnun sem lögð verður fyrir foreldra barna í frístundaheimilum Akraneskaupstaðar á næstunni.
Ráðið þakkar jafnframt fyrir upplýsingar um starfstíma Þorpsins sumarið 2025.
Ráðið þakkar jafnframt fyrir upplýsingar um starfstíma Þorpsins sumarið 2025.
Fundi slitið - kl. 11:50.