Fara í efni  

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)

6. fundur 05. nóvember 2002 kl. 12:00 - 14:40

Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands var haldinn í fundarherbergi skólans þriðjudaginn 5. nóvember 2002 kl. 12:00.

_____________________________________________________________

 

Mætt voru: Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar,
 Hörður Helgason skólameistari,
 Atli Harðarson aðstoðarskólameistari,
 Bergþóra Jónsdóttir,
 Borghildur Jósúadóttir,
 Guðrún Jónsdóttir,
 Sigríður Finsen,
 Sigurgeir Sveinsson.

_____________________________________________________________

 

1. Ársreikningur 2001.

Ársreikningur skólans fyrir árið 2001 endurskoðaður af Ríkisendurskoðun var lagður fram.  Þar kemur fram að halli skólans árið 2001 var krónur 22.723.091.-

 

Eftirtaldir aðrir ársreikningar fyrir árið 2001 voru lagðir fram til samþykktar:

 Mötuneyti rekstrarframlag kr. 614.200.-
 Menningarsjóður rekstrarhalli kr. 17.839.-
 Minningarsjóður rekstrarafgangur kr. 8.963.-
 Kennslumiðstöð staða í árslok* kr. 11.834.409.-
 *Framlög umfram framkvæmdaskostnað í árslok.

 

 Skólanefnd samþykkir reikningana og undirritar þá.

 

2. Fjárhagsstaða m.v. 1. október 2002.

 Rekstur skólans stefnir í jafnvægi.  Áætlun um rekstur skólans sem gerir ráð fyrir 0-rekstri mun að öllum líkindum standast.

 

3. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2003.

Skólanefndin fagnar því að notast er við breytt reiknilíkan við gerð fjárlaga vegna ársins 2003 við úthlutun til framhaldsskóla.

Breytt reiknilíkan tryggir betur stöðu skóla á borð við FVA jafnvel þó að aðeins verði notast við 75% af breytingunni vegna fjárlaga ársins 2003.
Hins vegar harmar skólanefndin þann almenna niðurskurð á framlögum til framhaldsskóla sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2003.

 

4. Lok framkvæmda við bókasafn.

Skýrt frá því að framkvæmdum er lokið að öðru leyti en því að eftir er að laga loftræstikerfi til samræmis vð athugasemdir sem komu fram við lokaúttekt.

 

5. Nýbygging kennsluhúsnæðis.

Skólanefndin samþykkir að vinna áfram að málinu á grundvelli fyrirliggjandi hugmynda.  Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2003 er gert ráð fyrir 10.000.000.- framlagi ríkisins í stofnkostnað.

 

6. Önnur mál.

 

a) Gæðamat skólans
Aðstoðarskólameistari sagði frá vinnu við sjálfsmat (innra mat) skólans.

 

b) Nýjar námsbrautir
Rætt um möguleika á nýjum námsbrautum.

 

c) Kennslustaðir og nemendafjöldi.
Skólameistari lagði fram yfirlit yfir fjölda nemenda og skiptingu eftir brautum á haustönn 2002.

 

d) Skólameistari sagði frá viðburðum í sambandi við 25 ára afmæli skólans sem var í haust og fyrirhugaðri dagskrá tileinkaðri Halldóri Laxnes sem verður þann 21. nóvember n.k.

 

 Fundi slitið kl. 14:40.

 Borghildur Jósúadóttir fundarritari.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00