Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

8. fundur 08. nóvember 2000 kl. 17:20 - 19:00
8. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal,
Stillholti 16-18, miðvikudaginn 8. nóvember 2000 kl. 17:15.

Mætt á fundi: Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður,
Jensína Valdimarsdóttir, ritari,
Ingibjörg Barðadóttir,
Sigrún Árnadóttir,
Hannes Sigurðsson,
Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri,
Margrét Þorvaldsdóttir, fulltrúi kennara,
Ingileif Daníelsdóttir, fulltrúi kennara.
Asthildur Sölvadóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
Katrín Barðadóttir, fulltrúi leikskólakennara
Droplaug Einarsdóttir

Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir og Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi


Fyrir tekið:

1. Fjárhagsáætlun ársins 2001.
Af því tilefni var eftirfarandi bókun var gerð:

?Skólanefnd Akraness Skólanefnd Akraness beinir þeim tilmælum til bæjarráðs að ráðinn verði námsráðgjafi við grunnskóla Akraness eigi síðar en haustið 2001.

Í lögum um grunnskóla, IV. kafla nr. 66/1995 er tekið fram í 29. grein, sem fjallar um námskrár og kennsluskipan, að í starfi skólans skuli m.a. leggja áherslu á náms- og starfsfræðslu, kynningu á atvinnulífi og námsleiðum til undirbúnings náms- og starfsvals. Einnig kemur fram í VIII. kafla sömulaga að öllum sveitarfélögum, sem standa að rekstri grunnskóla, sé skylt að sjá skólum fyrir námsráðgjöf og sálfræðiþjónustu.

Hlutverk námsáðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda á sem breiðustum vettvangi. Námsráðgjöf veitir nemendum aðstoð við að afla sér upplýsinga um nám og störf, styrkir sjálfsþekkingu þeirra og ryður úr vegi hindrunum á námsbraut nemenda.

Markviss námsráðgjöf í skólum stuðlar að því að sem flestir velji nám og störf sem eru við þeirra hæfi þar sem þeir nýta hæfileika sína sem best.
Nýjar aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla gera ráð fyrir því að nemendur hugi fyrr en nú að þeim námsmöguleikum sem í boði eru og taki fyrr en ella ákvörðun um framhaldsnám. Þetta kemur bæði fram í breyttu fyrirkomulagi samræmdra prófa og breyttum inntökuskilyrðum í framhaldsskólanum.

Grunnskólar í Reykjavík hafa lengsta reynslu af þjónustu námsráðgjafa og hefur í því sambandi verið bent á námsráðgjafar hafa sýnt mikið frumkvæði í forvarnarstarfi skólanna.

Skólanefnd óskar því eftir að við fjárhagsáætlunargerð verði gert ráð fyrir 50% stöðu námsráðgjafa við hvorn skóla frá og með haustinu 2001.?

Skólanefnd tekur undir ósk leikskólastjóra að sérstökum fjármunum verði veitt við fjárhagaáætlunargerð til kaupa á forritinu ¨Leikskóli til framtíðar¨

Skólanefnd leggur áherslu á að nægum fjármunum verði veitt til að ljúka endurbótum á lóð leikskólans við Vallarsel á árinu 2001




2. Sumarstarf leikskólanna. Skólanefnd hefur fengið skýrslu frá leikskólastjórum um hvernig sumarlokun í hálfan mánuð gekk fyrir sig. Einnig hefur skólanefnd undir höndum upplýsingar um viðhorf foreldra til sumarlokunar. Skólanefnd gerir sér grein fyrir að skoðanir er skiptar. Annars vegar óska foreldrar eftir að leikskólarnir séu opnir allt sumarið og hins vegar telja leikskólastjórar æskilegast að leikskólarnir loki í 4 vikur á hverju sumri. Meiri hluti skólanefndar mælir með því að leikskólarnir loki í hálfan mánuð sumarið 2001. Bréf frá foreldraráðum leikskólanna sem menningar- og skólafulltrúa barst, var lagt fram til kynningar.

Eftirfarandi bókun var lögð fram:
Undirrtuð vilja með bókun þessari láta í ljós þá skoðun að við teljum að markmið sumarlokunar leikskólanna hafi ekki náðst.
Ljóst er að fjárhagslegt markmið hefur ekki skilað sér sem skyldi og óánægja foreldra (þeirra sem þjónustuna nota ) er það yfirgnæfandi í þeim þremur könnunum sem gerðar hafa verið, að við treystum okkur ekki til þess að mæla með áframhaldandi sumarlokun.
Hannes Fr. Sigurðsson
Jensína Valdimarsdóttir

Miklar umræður voru um málið.

3. Viðmiðunarstundaskrá grunnskóla. Skólastjórnendur gerðu grein fyrir hver staðan er eftir einstökum bekkjardeildum og lögðu fram greinagerðir þess efnis. Ekki er enn kennt skv. viðmiðunarstundaskrá í öllum bekkjardeildum. Skólanefnd telur að þeim fyrirmælum um kennslustundafjölda sem fram koma í nýrri aðalnámskrá beri að fylgja og ítrekar tilmæli sín til skólastjóra um að þeir leysi verkefnið hið fyrsta. Bréf til skólanefndar sem undirritað er af 4 kennurum Brekkubæjarskóla lagt fram.

4. Forvarnarstarf grunnskólanna. Helga gerði grein fyrir helstu niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal 10. bekkinga sl. vor og dreifði skýrslu þess efnis. Þar kemur fram að neysla hinna ýmsu vímuefna meðal unglinganna er óásættanleg. Helga gerði einnig grein fyrir þeim umræðum sem verið hafa í framkvæmdanefnd um forvarnir. Skólastjórar lögðu fram greingerðir varðandi forvarnarstarf og gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem er í gangi við gerð forvarnaráætlanna og skipulag lífsleiknináms sem er ný námsgrein skv. nýrri aðalnámskrá. Skólanefnd óskar eftir því við skólana að mikil áhersla verði lögð á forvarnarstarf og skipulag lífsleikninámsins taki mið af því.


5. Önnur mál. Skólanefnd leggur til að settur verði á fót starfshópur sem kannar hvernig skólarnir koma til móts við nemendur með mikla námsgetu. Starfshópurinn kanni hvaða leiðir eru nýttar í dag og hvernig mætti bæta skólastarf með hagsmuni þessa hóps í huga. Skólanefnd leggur til að leitað verði eftir tilnefningu eins fulltrúa frá Fjölbrautaskóla Vesturlands, einn fulltrúi, komi frá hvorum grunnskóla , Sigrún Árnadóttir starfi í hópnum fyrir hönd skólanefndar og Sigurveig Sigurðardóttir f.h. ráðgjafarþjónustu skólaskrifstofunnar. Menningar- og skólafulltrúa verði falið að kalla hópinn saman.



Fleira ekki gert, fundi slitið.

Undirritun fundarmanna:

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00