Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

6. fundur 30. ágúst 2000 kl. 17:15 - 19:00
6. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal,
Stillholti 16 ? 18, miðvikudaginn 30. ágúst 2000 kl. 17:15


Mætt á fundi: Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður,
Jensína Valdimarsdóttir, ritari
Ingibjörg Barðadóttir,
Sigrún Árnadóttir
Guðbjartur Hannesson, skólastjóri
Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri
Ingunn Rikharðsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Katrín Barðadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla,
Margrét Þorvaldsdóttir, fulltrúi kennara,
Guðbjörg Árnadóttir, fulltrúi kennara
Ásthildur Sölvadóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna

Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir og Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi

Formaður byrjaði á að bjóða nýja fulltrúa í skólanefnd, Sigrúnu Árnadóttur, Ásthildi Sölvadóttur og Margréti Þorvaldsdóttur velkomna.

Fyrir tekið:

1. Tilkynning um kennarafulltrúa Grundaskóla í skólanefnd veturinn 2000 ? 2001
Eftirtaldir kennarar voru endurkjörnir:
Aðalmaður: Margrét Þorvaldsdóttir, Suðurgötu 39
Til vara: Sigríður Indriðadóttir, Jörundarholti 146

Kennarafulltrúar Brekkubæjarskóla: Ingileif Daníelsdóttir hefur tekið við stöðu aðalfulltrúa og Guðbjörg Árnadóttir varafulltrúa.


2. Málefni leikskóla Akraness.

Biðlistar. Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi gerði grein fyrir stöðu á biðlista eftir leikskólavistun nú þegar inntöku er að mestu lokið. Nú bíða 26 börn eftir leikskólavistun fædd 1998 og fyrr. Flest börnin eru fædd 1998. Lagðar voru fram upplýsingar um hvernig nokkur önnur sveitarfélög hafa brugðist við svipaðri stöðu þ.e. að niðurgreiða dvöl hjá dagmömmum. Einnig upplýsti leikskólafulltrúi að óskað hefði verið eftir því við arkitekt, sem teiknaði Vallarsel, fá að skoða teikningar af fjórðu deildinni en henni hefur víða verið bætt við leikskóla sömu gerðar.

Sigrún upplýsti fundarmenn einnig um að nú væru 20 leikskólakennarar í 18,4 stöðugildum starfandi við leikskólana á Akranesi. En á sama tíma í fyrra voru leikskólakennarar í 12,73 stöðugildum. Nemar í fjarnámi við leikskólakennaraskor sem starfa við leikskólana eru 10 . Þrír starfsmenn hafa einnig hafið svokallað diplómanám (45 einingar) sem tekur tvö ár. Fram kom að aðgerðir bæjarstjórnar fyrir tveimur árum eru að skila sér.

Lokun leikskólanna sumarið 2000. Sigrún upplýsti að sótt hafi verið um flutning milli leikskóla fyrir fjögur börn meðan leikskólar lokuðu og tvö börn hafi nýtt sér það. Lokunin hafi gengið vel fyrir sig. Sigrúnu og Helgu falið að gera nýja könnun meðal starfsfólks leikskólanna og foreldra um viðhorf til starfsins í sumar.
Námskrárgerð. Vinna starfsfólks leikskólanna við námskrárgerð er hafin og gengur hún vel.

3. Málefni grunnskóla Akraness.
a)Skólastjórar gerðu grein fyrir starfsemi grunnskólanna í upphafi skólaárs.

Skólastjóri Brekkubæjarskóla lagði fram skýrslu sem inniheldur upplýsingar um starfsemi skólans næsta vetur, nemendur, starfsmenn, framkvæmdir og fleira. Í Brekkubæjarskóla hafa eftirtaldir starfsmenn verið ráðnir til kennslu: Sigríður Helga Gunnarsdóttir íþróttakennari 100% kemur til starfa 8. október nk. Orri Harðarson leiðbeinandi í tónmennt kemur í fullt starf í stað Hannesar Baldurssonar sem hætti störfum í sumar. Ágúst Harðarson leiðbeinandi hefur verið ráðinn til forfallakennslu í fulla stöðu frá 1. október.
Nemendur í Brekkubæjarskóla verða 427 á komandi skólaári

Í Grundaskóla var gengið frá öllum ráðningum í júní. Skólastjóri lagði fram skýrslu sem inniheldur upplýsingar um breytingar á starfsliði, framkvæmdir í sumar, helstu áherslur vetrarins og fleira er varðar skólann. Nemendur þar verða 462 talsins.

Nokkrar umræður urðu um starfsemi grunnskólanna.


b) Endurmenntun grunnskólakennara. Skólaskrifstofa Akraness gekkst fyrir tveimur námskeiðum fyrir grunnskólakennara nú í ágúst. Annars vegar var námskeið í lífsleikni sem 20 kennarar sóttu en þar var unnið með námsefni sem hentar unglingastiginu helst. Síðan var námskeið um skólanámskrárgerð sem 53 kennarar sóttu. Auk þess sóttu um 20 kennarar námskeið haldin annars staðar. Á haustönn verða síðan haldin námskeið sem tengjast upplýsingamennt.




4. Önnur mál.
a)Helga Gunnarsdóttir dreifði Reglugerð um samræmd próf í 4. og 7. bekk og Reglugerð um samræmd próf í 10 bekk. Einnig dreifði hún grein úr Sveitarstjónarmálum þar sem m.a. er fjallað um aukinn kostnað vegna nýrrar aðalnámskrár
b) Á síðasta fundi skólanefndar þann 6. júní sl. lýstu Ingi Steinar Gunnlaugsson skólastjóri og Guðrún Jóhannesdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna yfir óánægju sinni með að skólanefnd fjallaði ekki um byggingaframkvæmdir við Brekkubæjarskóla og þá seinkun sem boðuð væri í verksamningi sem undirritaður var við Loftorku. Af þessu tilefni vill skólanefnd taka fram að framvæmdir vegna einsetningar eru skv. ákvörðun bæjarráðs í höndum framkvæmdanefndar vegna einsetningar grunnskólanna á Akranesi. Skólanefnd telur sig ekki þess umkomna að óska eftir breytingum á umræddum samningi en mun fylgjast vel með framvindu verksins og veit að það er vilji allra sem að málinu koma að sem stærstur hluti húsnæðisins verði tilbúinn 1. september árið
2001.
c) Tilnefning í starfshóp sem undibýr málþing vegna 120 ára afmælis skólahalds á Akranesi. Frá Brekkubæjarskóla er Stefán Hjálmarsson tilnefndur, Leó Jóhannesson frá Grundarskóla og Ingibjörg Barðadóttir frá skólanefnd.



Fleira ekki gert fundi slitið.


Undirritun fundarmanna.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00