Skólanefnd (2000-2008)
3. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal,
Stillholti 16 ? 18, þriðjudaginn 7. mars 2000 kl. 17:00
Mætt á fundi: Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður,
S. Pétur Svanbergsson, varamaður
Ingibjörg Barðadóttir,
Guðbjartur Hannesson, skólastjóri,
Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri,
Ingunn Ríkharðsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Katrín Barðadóttir, fulltrúi starfsfólks á leikskólum,
Guðbjörg Árnadóttir, fulltrúi kennara,
Margrét Þorvaldsdóttir, fulltrúi kennara,
Guðrún Jóhannesdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna,
Laufey Karlsdótttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir sem ritaði fundargerð og leikskólafulltrúi, Sigrún Gísladóttir .
Fyrir tekið:
1. Sumarlokun leikskólanna. Skólanefnd lagði fram eftirfarandi bókun:
Skólanefnd Akraness hefur fjallað um lokun leikskólanna á komandi sumri. Sú leið sem skólanefnd mælti með við bæjarstjórn þ.e. að loka leikskólunum á víxl í tvær vikur hverjum leikskóla var eins konar málamiðlun milli ólíkra sjónarmiða sem fram höfðu komið.
Viðbrögð foreldraráða við sumarlokuninni koma skólanefnd ekki á óvart en skólanefnd heldur fast við að leikskólunum verði lokað með þeim hætti sem ákveðið hefur verið. Hins vegar leggur skólanefnd áherslu á að þeir foreldrar, sem ekki hafa tök á að fara í sumarfrí á sama tíma og leikskólinn lokar, hafi heimild til að færa barn sitt á annan leikskóla meðan á lokun stendur. Með því að þessi leið verði foreldrum opin þá munu allir foreldrar sitja við sama borð hvað varðar niðurfellingu leikskólagjalds í einn mánuð.
Skólanefnd vill einnig álykta um að áætlanir og óskir sem foreldrar setja fram um sumarleyfi barna sinna verða að standast. Á leikskólunum vinnur margt starfsfólk með langan orlofsrétt og því liggur mikil vinna í skipulagi sumarsstarfsins þrátt fyrir lokun í tvær vikur. Einnig getur komið til að ráða verði afleysingastarfsfólk inn á leikskólanna og því verða leikskólastjórar að hafa réttar upplýsingar um sumarleyfistíma leikskólabarna ekki seinna er í lok apríl/byrjun maí. Bókunin var samþykkt samhljóða.
Laufey Karlsdóttir kynnti könnun sem foreldraráð leikskólanna gerðu meðal foreldra. Spurt var um viðhorf foreldra til sumarlokunar og voru um 70% foreldra andvíg lokun leikskólanna. Einnig var spurt hvort foreldrar geti valið hvenær þeir fara í sumarfrí? Um 54% foreldra geta ekki ráðið hvenær þeir fara í sumarfrí, 25% foreldra ráða því og 21% veit ekki hvort þeir ráða hvenær þeir fara í sumarfrí.
2. 120 ára skólahald á Akranesi. Skólanefnd leggur til að efnt verði til málþings á komandi hausti til að minnast 120 ára skólahalds á Akranesi.
Lagt er til að formaður skólanefndar, skólastjórar grunnskólanna og menningar- og skólafulltrúi geri tillögu að dagskrá málþingsins til skólanefndar fyrir maílok. Tillagan var samþykkt.
3. Önnur mál. Formaður kynnti bréf frá bæjarritara þar sem kynnt var kosning bæjarstjórnar eins aðalfulltrúa í skólanefnd og eins til vara. Eftirtaldir voru kjörnir:
Aðalmaður Ingibjörg Barðadóttir
Varamaður Kjartan Kjartansson
Fleira ekki gert fundi slitið.
Undirritun fundarmanna.
Stillholti 16 ? 18, þriðjudaginn 7. mars 2000 kl. 17:00
Mætt á fundi: Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður,
S. Pétur Svanbergsson, varamaður
Ingibjörg Barðadóttir,
Guðbjartur Hannesson, skólastjóri,
Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri,
Ingunn Ríkharðsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Katrín Barðadóttir, fulltrúi starfsfólks á leikskólum,
Guðbjörg Árnadóttir, fulltrúi kennara,
Margrét Þorvaldsdóttir, fulltrúi kennara,
Guðrún Jóhannesdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna,
Laufey Karlsdótttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir sem ritaði fundargerð og leikskólafulltrúi, Sigrún Gísladóttir .
Fyrir tekið:
1. Sumarlokun leikskólanna. Skólanefnd lagði fram eftirfarandi bókun:
Skólanefnd Akraness hefur fjallað um lokun leikskólanna á komandi sumri. Sú leið sem skólanefnd mælti með við bæjarstjórn þ.e. að loka leikskólunum á víxl í tvær vikur hverjum leikskóla var eins konar málamiðlun milli ólíkra sjónarmiða sem fram höfðu komið.
Viðbrögð foreldraráða við sumarlokuninni koma skólanefnd ekki á óvart en skólanefnd heldur fast við að leikskólunum verði lokað með þeim hætti sem ákveðið hefur verið. Hins vegar leggur skólanefnd áherslu á að þeir foreldrar, sem ekki hafa tök á að fara í sumarfrí á sama tíma og leikskólinn lokar, hafi heimild til að færa barn sitt á annan leikskóla meðan á lokun stendur. Með því að þessi leið verði foreldrum opin þá munu allir foreldrar sitja við sama borð hvað varðar niðurfellingu leikskólagjalds í einn mánuð.
Skólanefnd vill einnig álykta um að áætlanir og óskir sem foreldrar setja fram um sumarleyfi barna sinna verða að standast. Á leikskólunum vinnur margt starfsfólk með langan orlofsrétt og því liggur mikil vinna í skipulagi sumarsstarfsins þrátt fyrir lokun í tvær vikur. Einnig getur komið til að ráða verði afleysingastarfsfólk inn á leikskólanna og því verða leikskólastjórar að hafa réttar upplýsingar um sumarleyfistíma leikskólabarna ekki seinna er í lok apríl/byrjun maí. Bókunin var samþykkt samhljóða.
Laufey Karlsdóttir kynnti könnun sem foreldraráð leikskólanna gerðu meðal foreldra. Spurt var um viðhorf foreldra til sumarlokunar og voru um 70% foreldra andvíg lokun leikskólanna. Einnig var spurt hvort foreldrar geti valið hvenær þeir fara í sumarfrí? Um 54% foreldra geta ekki ráðið hvenær þeir fara í sumarfrí, 25% foreldra ráða því og 21% veit ekki hvort þeir ráða hvenær þeir fara í sumarfrí.
2. 120 ára skólahald á Akranesi. Skólanefnd leggur til að efnt verði til málþings á komandi hausti til að minnast 120 ára skólahalds á Akranesi.
Lagt er til að formaður skólanefndar, skólastjórar grunnskólanna og menningar- og skólafulltrúi geri tillögu að dagskrá málþingsins til skólanefndar fyrir maílok. Tillagan var samþykkt.
3. Önnur mál. Formaður kynnti bréf frá bæjarritara þar sem kynnt var kosning bæjarstjórnar eins aðalfulltrúa í skólanefnd og eins til vara. Eftirtaldir voru kjörnir:
Aðalmaður Ingibjörg Barðadóttir
Varamaður Kjartan Kjartansson
Fleira ekki gert fundi slitið.
Undirritun fundarmanna.