Skólanefnd (2000-2008)
1. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal,
Stillholti 16 ? 18, þriðjudaginn 18. janúar 2000 kl. 17:15
Mætt á fundi: Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður,
Hannes Fr. Sigurðsson,
Jensína Valdimarsdóttir,
Guðbjartur Hannesson, skólastjóri,
Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri,
Lilja Guðlaugsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Katrín Barðadóttir, fulltrúi starfsfólks á leikskólum,
Guðbjörg Árnadóttir, fulltrúi kennara,
Margrét Þorvaldsdóttir, fulltrúi kennara,
Guðrún Jóhannesdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna,
Laufey Karlsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir og leikskólafulltrúi, Sigrún Gísladóttir, sem sat hluta fundarins.
Fyrir tekið:
1. Ráðning leikskólaráðgjafa vegna sérkennslu
Tvær umsóknir bárust en annar umsækjandinn mætti ekki til viðtals eins og ákveðið hafði verið og því telst ein umsókn gild. Skólanefnd mælir með að Helga Magnúsdóttir leikskólakennari verði ráðin frá og með 1. febrúar n.k.
2. Sumarlokun leikskólanna á komandi sumri
Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi kynnti tillögu að því hvernig staðið yrði að sumarlokun leikskólanna á komandi sumri. Sömuleiðis var dreift bréfi sem skólanefnd barst frá Foreldraráði Garðasels þar sem settar eru fram nokkrar spurningar varðandi sumarlokun leikskólanna. Leikskólafulltrúa og menningar- og skólafulltrúa falið að svara bréfinu. Nokkrar umræður urðu um málið.
3. Niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk á liðnu hausti
Skólastjórar grunnskólanna kynntu niðurstöður samræmdra prófa frá sl. hausti.
4. Byggingaframkvæmdir við grunnskólana.
Pétur Óðinsson formaður framkvæmdanefndar gerði grein fyrir helstu þáttum sem snúa að viðbyggingum við báða grunnskólana. Ákveðið hefur verið að Brekkubæjarskóli verði einsetinn haustið 2001 og Grundaskóli haustið 2002. Gert er ráð fyrir um 1300 fermetra viðbyggingu við Brekkubæjarskóla og um 1000 fermetra viðbyggingu við Grundaskóla. Umræður urðu um málið.
5. Bókanir bæjarstjórnar með fjárhagsáætlun 2000
Lagðar fram bókanir bæjarstjórnar sem samþykktar voru við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2000.
6. Önnur mál.
1) Dreift var skýrslu sem gerir grein fyrir ferð starfsfólks Brekkubæjarskóla til
Halifax sl. sumar.
2) Tilkynning frá menntamálaráðuneytinu um úttekt á grunnskólum sbr. auglýsingu ráðuneytisins 17. des. 1999. Skólanefnd mælir með því að grunnskólarnir á Akranesi fái að taka þátt í úttektinni
3) Kynnt tillaga menningar- og skólafulltrúa um að starfshópur verði settur á laggirnar til að fara í saumana á starfi sérdeildarinnar með tilliti til hvaða nemendahóps sérdeildin á að þjóna í framtíðinni og á hvern hátt einsetning grunnskólanna snertir starf sérdeildarinnar.
4) Tillaga um að næsti fundur skólanefndar fjalli um málefni grunnskólanna einkum innra mat þeirra.
5) Skólanefnd óskar eftir upplýsingum um hvernig forvörnum fíkniefna er háttað í grunnskólunum og áætlunum um vímuefnavarnir skólanna.
Fleira ekki gert fundi slitið.
Undirritun fundarmanna.
Stillholti 16 ? 18, þriðjudaginn 18. janúar 2000 kl. 17:15
Mætt á fundi: Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður,
Hannes Fr. Sigurðsson,
Jensína Valdimarsdóttir,
Guðbjartur Hannesson, skólastjóri,
Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri,
Lilja Guðlaugsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Katrín Barðadóttir, fulltrúi starfsfólks á leikskólum,
Guðbjörg Árnadóttir, fulltrúi kennara,
Margrét Þorvaldsdóttir, fulltrúi kennara,
Guðrún Jóhannesdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna,
Laufey Karlsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir og leikskólafulltrúi, Sigrún Gísladóttir, sem sat hluta fundarins.
Fyrir tekið:
1. Ráðning leikskólaráðgjafa vegna sérkennslu
Tvær umsóknir bárust en annar umsækjandinn mætti ekki til viðtals eins og ákveðið hafði verið og því telst ein umsókn gild. Skólanefnd mælir með að Helga Magnúsdóttir leikskólakennari verði ráðin frá og með 1. febrúar n.k.
2. Sumarlokun leikskólanna á komandi sumri
Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi kynnti tillögu að því hvernig staðið yrði að sumarlokun leikskólanna á komandi sumri. Sömuleiðis var dreift bréfi sem skólanefnd barst frá Foreldraráði Garðasels þar sem settar eru fram nokkrar spurningar varðandi sumarlokun leikskólanna. Leikskólafulltrúa og menningar- og skólafulltrúa falið að svara bréfinu. Nokkrar umræður urðu um málið.
3. Niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk á liðnu hausti
Skólastjórar grunnskólanna kynntu niðurstöður samræmdra prófa frá sl. hausti.
4. Byggingaframkvæmdir við grunnskólana.
Pétur Óðinsson formaður framkvæmdanefndar gerði grein fyrir helstu þáttum sem snúa að viðbyggingum við báða grunnskólana. Ákveðið hefur verið að Brekkubæjarskóli verði einsetinn haustið 2001 og Grundaskóli haustið 2002. Gert er ráð fyrir um 1300 fermetra viðbyggingu við Brekkubæjarskóla og um 1000 fermetra viðbyggingu við Grundaskóla. Umræður urðu um málið.
5. Bókanir bæjarstjórnar með fjárhagsáætlun 2000
Lagðar fram bókanir bæjarstjórnar sem samþykktar voru við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2000.
6. Önnur mál.
1) Dreift var skýrslu sem gerir grein fyrir ferð starfsfólks Brekkubæjarskóla til
Halifax sl. sumar.
2) Tilkynning frá menntamálaráðuneytinu um úttekt á grunnskólum sbr. auglýsingu ráðuneytisins 17. des. 1999. Skólanefnd mælir með því að grunnskólarnir á Akranesi fái að taka þátt í úttektinni
3) Kynnt tillaga menningar- og skólafulltrúa um að starfshópur verði settur á laggirnar til að fara í saumana á starfi sérdeildarinnar með tilliti til hvaða nemendahóps sérdeildin á að þjóna í framtíðinni og á hvern hátt einsetning grunnskólanna snertir starf sérdeildarinnar.
4) Tillaga um að næsti fundur skólanefndar fjalli um málefni grunnskólanna einkum innra mat þeirra.
5) Skólanefnd óskar eftir upplýsingum um hvernig forvörnum fíkniefna er háttað í grunnskólunum og áætlunum um vímuefnavarnir skólanna.
Fleira ekki gert fundi slitið.
Undirritun fundarmanna.