Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

12. fundur 28. júní 2001 kl. 17:15 - 19:00
12. fundur skólanefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, fimmtudaginn 28. júní  2001 kl. 17:15.
 
Mætt á fundi: Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður,
 Ingibjörg Barðadóttir,
 Jensína Valdimarsdóttir, ritari
 Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, varamaður
 Jónas Ottósson
 Lilja Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri
 Katrín Barðadóttir, fulltrúi leikskólakennara
 Ásthildur Sölvadóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
 Margrét Þorvaldsdóttir, fulltrúi kennara
 Droplaug Einarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 Ingileif Daníelsdóttir, fulltrúi kennara
 Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri
Guðbjartur Hannesson, skólastjóri
 Hrönn Rikharðsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir og Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi
 
Fyrir tekið:
1.    Málefni leikskóla.
Biðlistar. Sigún Gísladóttir sagði frá hvernig biðlistamál líta út í dag  en inntöku vegan næsta skólaárs er sem næst lokið. Á biððlista eru 11 börn fædd 1996 ? 1998 en hluta þeirra verður boðin vist hluta úr degi og 24 börn fædd 1999 en einhver þeirra munu fá  leikskólavist.
Sérkennsla. Sigrún sagði frá að í skoðun væri ný útfærsla á umsjón með sérkennslu við leikskólana. Ákvörðun bíður haustsins. Sigrún gerði einnig grein fyrir sérkennslu inni á leikskólunum.
 
2.    Málefni grunnskóla.
Starfsmannamál. Skólastjórar gerðu grein fyrir kennararáðningum og lögðu fram blöð þess efnis. Ný störf við skólana, störf námsráðgjafa og deildarstjóra. Svandís Sturludóttir hefur verið ráðin í 50% starf námsráðgjafa í Brekkubæjarskóla og Erna Guðlaugsdóttir í 50% starf námsráðgjafa í Grundaskóla. Dóra Valsdóttir og Guðbjörg Árnadóttir hafa verið ráðnar  í 50% starf deildarstjóra hvor, við Brekkubæjarskóla og Ásta Egilsdóttir, Borghildur Jósúadóttir og Sigurður Arnar Sigurðsson hvert um sig í 33% starf  deildarstjóra við Grundaskóla.
 
Framkvæmdir. Skólastjórar sögðu frá framkvæmdum  við skólana. Við Brekkubæjarskóla  ganga framkvæmdir samkvæmt áætlun. Fyrsta skóflustunga við Grundaskóla var tekin 13. júní s.l.
Samræmd próf. Skólastjórar sögðu frá útkomu úr samræmdum prófum í 10. bekk.
 
Næsti skólanefndarfundur ákveðinn 15.ágúst 2001.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.

Undirritun fundarmanna:
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00