Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

13. fundur 16. ágúst 2001 kl. 17:20 - 19:00

13. fundur skólanefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, fimmtudaginn 16. ágúst  2001 kl. 17:15.

Mætt á fundi: Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður,
 Ingibjörg Barðadóttir,
 Jensína Valdimarsdóttir, ritari
 Sigrún Árnadóttir,
 Hafdís Daníelsdóttir, varamaður
 Ásthildur Sölvadóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
 Margrét Þorvaldsdóttir, fulltrúi kennara,
 Droplaug Einarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri
Hrönn Ríkharðsdóttir, skólastjóri
 Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir og Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi

Fyrir tekið:

1. Málefni leikskóla. Með fundarboði var send tillaga að nýju fyrirkomulagi á verkefnum sem leikskólaráðgjafi vegna sérkennslu hefur haft með höndum.
Tillagan er unnin af menningar- og skólafulltrúa og leikskólafulltrúa.
Tillagan er svohljóðandi:
¨Starf leikskólaráðgjafa vegna sérkennslu verði lagt niður í núverandi mynd við skólaskrifstofu Akraness. Í þess stað verð búnar til þrjár 20% stöður, ein við hvern leikskóla. Það fjármagn sem eftir stendur (10%) verði notað til að standa straum af handleiðslu og símenntun viðkomandi starfsmanna. Þetta fyrirkomulag  verði reynt í tvö ár og endurmetið eftir fyrsta árið¨.
Skólanefnd styður framkomna tillögu og óskar eftir mati á nýju fyrirkomulagi að ári liðnu.
Sigrún Gísladóttir greindi frá því að nú eru 15 börn með fötlunargreiningu á leikskólunum og eru starfsmenn sem sinna sérkennslu þeirra í 7 stöðugildum. Inntöku er nú lokið á leikskólunum og eru helstu tölur þessar:

Fjöldi barna fjöldi barna samtímis  fj. í hádegismat
Garðasel   108  73   61
Teigasel   112  72   64
Vallarsel   103  68   60

Að inntöku lokinni bíða 22 börn fædd árið 1999,  4 börn fædd 1998, 4 börn fædd 1997 og 2 börn fædd 1996.

Á komandi skólaári verða 23 leikskólakennarar við störf á leikskólunum og hefur þeim fjölgað. Þeir skiptast þannig milli leikskólanna. Garðasel  - 9 leikskólakennarar í 7,99 stöðugildum, Teigasel - 6 leikskólakennarar í 5,8 stöðugildum og Vallarsel ? 8 í 6,55 stöðugildum. Sex leikskóla-kennaranemar njóta styrks frá Akraneskaupstað, einn nemi er á 4. ári,  4 nemar á 3. ári og einn nemi á 2. ári í diplómanámi.

Ásthildur Sölvadóttir og Sigrún Gísladóttir viku af fundi.

Ingi Steinar Gunnlaugsson og Hrönn Ríkharðsdóttir mættu til fundar.

2. Málefni grunnskóla. Skólastjórar gerðu grein fyrir starfi grunnskólanna á komandi skólaári. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Brekkubæjarskóla í sumar og er allt á lokasprettinum.  Ekki hafa miklar breytingar átt sér stað frá því að ráðningar voru kynntar á skólanefndafundi í vor. Lúðvík Gunnarsson hefur verið ráðinn til kennslu við Brekkubæjarskóla að því gefnu að undanþága fáist frá ráðuneyti menntamála. Í Bekkubæjarskóla verða 21 bekkjardeild og 23 í Grundaskóla. Skólastjórar kynntu einnig að kennslustundafjöldi í 1. ? 4. bekk verður 30, í 5. ? 7. bekk 35 kennslustundir og  í 8. - 10. bekk verða kennslustundir 37. Þetta er í samræmi við gildandi aðalnámskrá sem tekur að fullu gildi nú á þessu skólaári.

3. Önnur mál. Formaður kynnti þá hugmynd að fundir skólanefndar yrðu  þriðja þriðjudag í hverjum mánuði. Voru fundarmenn sammála um að gott væri að hafa fastar dagsetningar fyrir fundartíma. Einnig upplýsti formaður að stefnt væri að því að skólanefndarfundir yrðu haldnir á leik- og grunnskólum í vetur þannig að skólanefnd kynntist aðstöðu betur. Næsti fundur er ákveðinn 18. september í Brekkubæjarskóla.

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Undirritun fundarmanna:

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00