Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

16. fundur 21. nóvember 2001 kl. 17:20 - 19:00

16. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal, Stillholti 16-18 miðvikudaginn 21. nóvember  2001 kl. 17:15.

Mætt á fundi: Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður,
 Pétur Svanbergsson, varamaður
 Ingibjörg Barðadóttir,
 Jónas Ottósson,
 Sigrún Árnadóttir,
 Margrét Þorvaldsdóttir, fulltrúi kennara
 Lilja Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri
 Droplaug Einarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 Katrín Barðadóttir, fulltrúi leikskólakennara
 Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri
Hrönn Ríkharðsdóttir, skólastjóri
 

Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir og Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi

Fyrir tekið:


1. Fjárhagsáætlun 2002.  Fyrri umræða um frumvarp til fjárhagsáætlunar 2002 fór fram í bæjarstjórn 20. nóvember.  All mikil hækkun er á milli ára og munar þar mestu um launahækkanir og breyttar reikniskilaaðferðir þar sem tekið er upp það nýmæli að færa raunkostnað við húsnæðismál hverrar stofnannar inn í áætlun.  Gert er ráð fyrir framkvæmdum við eldra húsnæði Grundaskóla þar sem innréttuð verður ný aðstaða fyrir námsráðgjafa, hjúkrunarfræðing og sálfræðing. Einnig verður innréttuð tölvustofa í núverandi húsnæði skóladagvistar og lyfta sett í elsta hlutann.

2. Tónlistaruppeldi á Vallarsel. Vitnað var til bréfa starfsfólks og foreldra á Vallarseli  sem skólanefnd bárust á síðasta fundi. Í áðurnefndu frumvarpi að fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir fjárveitingu til Tónlistarskólans vegna þessa verkefnis og liggur fyrir sérstök bókun þar sem áréttað er að leikskólinn fái 6 kennslustundir á viku.

3. Önnur mál.
· Samræmd próf. Skólastjórar gerðu grein fyrir niðurstöðum samræmdra prófa í 4. og 7. bekk. 
                                                                  
· Formaður lagði fram bréf frá bæjarráði 1. nóvember. Þar er samantekt á könnun um notkun tóbaksvarnarnámsefnis Krabbameinsfélagsins og Tóbaksvarnarnefndar í grunnskólum landsins. Ekki kemur fram hvernig notkunin er á Akranesi en skólastjórar upplýstu að námsefnið væri notað í skólunum.

· Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi vakti athygli fundarmanna á að leikskólinn Garðasel hefur opnað heimasíðu.  Einnig kynnti hún helstu niðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var á vegum skólaskrifstofu meðal foreldra yngstu og elstu leikskólabarna. Ráðgert er að leggja könnunina fyrir á tveggja ára fresti.  Skólanámskrárgerð er langt komin í leikskólunum.

· Formaður lagði fram bréf sem skólanefnd hafa borist:  Bréf frá menntamálaráðuneyti um breytingar á grunnskólalögum. Lagt fram.  Bréf frá bæjarráði 25. október þar sem kynnt er að frestað hefur verið ákvörðun um breytt stjórnskipulag Akraneskaupstaðar. Lagt fram.

 

Næsti fundur er boðaður  þriðjudaginn 11. desember í Grundaskóla.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið. 

Undirritun fundarmanna:

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00