Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

27. fundur 05. febrúar 2003 kl. 16:30 - 17:45

27. fundur skólanefndar Akraness haldinn í Brekkubæjarskóla miðvikudaginn 5. febrúar 2003 kl. 16:30.

______________________________________________________________

 

Mætt á fundi: Björn S. Lárusson, formaður
 Eydís Aðalbjörnsdóttir,
 Ingþór B. Þórhallsson,
 Jónas H. Ottósson, varaformaður
 Sigrún Ríkharðsdóttir,
 Ingi Steinar Gunnlaugsson skólastjóri
 Hrönn Ríkharðsdóttir, aðstoðarskólastjóri
 Ingileif Daníelsdóttir fulltrúi kennara
 Elísabet Jóhannesdóttir, fulltrúi kennara
  
Auk Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs sem ritaði fundargerð.

_____________________________________________________________

 

Fyrir tekið:


1. Reglur um skólasvæði og innritun í grunnskóla.
Fyrir fundinum lá tillaga um fyrirkomulag innritunar 6 ára barna, hvernig Akranes skiptist í tvo skólasvæði og fleira. Skólanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og sendir þær áfram til bæjarráðs til lokaafgreiðslu.                               
2. Erindisbréf skólanefndar.

Fundarmenn höfðu fengið senda tillögu að endurskoðuðu erindisbréfi fyrir skólanefnd. Nokkrar athugasemdir komu fram. Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu með framkomnum breytingum og sendir hana til bæjarstjórnar til afgreiðslu.


3. Mötuneytismál grunnskólanna.

Skólanefnd leggur til við bæjarráð að kannað verði hvort mögulegt er og hagkvæmt að bjóða út framkvæmdir við mötuneyti í báðum grunnskólunum á sama tíma með það í huga að ráðist verði í þær í sumar og þeim lokið í haust. Minnt er á að starfsaðstaða í báðum skólum er ófullnægjandi í dag. Greinargerð: Í fjárhagsáætlun ársins 2003 er gert ráð fyrir kr. 5 milljónum til framkvæmda við mötuneyti grunnskólanna. Samkvæmt útreikningum Tæknideildar er kostnaður við framkvæmdirnar í báðum skólunum meiri en sem nemur þessari fjárhæð. Með sameiginlegu útboði er hugsanlegt að ná fram sparnaði við framkvæmdirnar og kom til móts við þarfir nemenda strax í haust.


4. Skipan starfshóps um málefni Tónlistarskólans á Akranesi. Skólanefnd skipar Björn S. Lárusson og Ingþór Þórhallsson í starfshópinn, Lárus Sighvatsson tekur þátt í störfum hans og Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri starfar einnig með hópnum.


5. Önnur mál.

Skólanefnd vill koma á framfæri hamingjuóskum til aðstandenda leiksýningarinnar Frelsi sem nú er sýnt um þessar mundir í Grundaskóla við mjög góðar undirtektir og fer hróður þess víða. Er sýningin skólanum og bænum til mikils sóma og eiga þátttakendur hrós skilið fyrir.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:45

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00