Skólanefnd (2000-2008)
32. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal, Stillholti 16-18 fimmtudaginn 25. september 2003 kl. 16:30.
Mætt á fundi: Björn S. Lárusson, formaður
Eydís Aðalbjörnsdóttir,
Ingþór B. Þórhallsson,
Sigrún Ríkharðsdóttir,
Anna Margrét Tómasdóttir, varamaður
Auður S Hrólfsdóttir, skólastjóri
Guðbjartur Hannesson, skólastjóri
Guðbjörg Árnadóttir, fulltrúi kennara
Margrét Ákadóttir, fulltrúi kennara
Einnig sat Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs fundinn og ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Málefni grunnskólanna.
Skólastjórar höfðu fyrir fundinn lagt fram gögn til fulltrúa í skólanefnd. Auður fór yfir hvernig staðan er með skólanámskrá í Brekkubæjarskóla. Í skólanum liggur fyrir verkáætlun um hvernig unnið verður áfram með skólanámskrána. Samkvæmt henni verður stórum hluta lokið í mars. Litli lýsingur er tilbúinn og fer í prentun um mánaðarmótin. Stefna skólans er að skólanámskráin fari inn á heimasíðu skólans. Auður tók fram að skólanámskrá er í eðli sínu alltaf í endurskoðun og verður aldrei gefin út í eitt skipti fyrir öll.
Guðbjartur gerði grein fyrir stöðu skólanámskrár í Grundaskóla. Hann gerði grein fyrir þeim þáttum skólanámskrárinnar sem þarf að vinna frekar. Guðbjartur gerði grein fyrir skiptingu á gagngrunni í ólíkar handbækur sem þjóna mismunandi hópum s.s. starfsmönnum, foreldrum, foreldraráðum og skólanefnd. Nokkrar umræður urðu um heimasíður og tölvuvinnu innan skólans. Umræður voru um upplýsingargjöf skólanna til skólanefndar og mikilvægi þess að skólanefnd fái ákveðnar upplýsingar í hendur áður en skólahald hefst að hausti.
2. Framtíðarhorfur í skólamálum. Formaður kynnti tillögu að vinnuferli í kringum mótun framtíðarhorfa í skólamálum. Framtíðarhorfurnar taki bæði til leikskóla og grunnskóla. Auður gerði fyrirspurn um fjölda í bekkjardeildum og gerði að umtalsefni stöðu í fyrsta bekk í Brekkubæjarskóla. Bekkjardeildir eru fjölmennar þ.e. 20 nemendur og margir nemendur með erfiðleika.
3. Önnur mál.
· Skólanefnd hefur borist bréf frá leikskólastjóra Vallarsels þar sem tilkynnt er um ráðningu deildarstjóra frá hausti.
· Allir skólar Akraneskaupstaðar kynna starfsemi sýna á atvinnuvegasýningunni.
· Guðbjartur lýsti yfir áhyggjum sínum vegna hönnunarvinnu við skólalóðirnar. Nefndarmenn taka undir áhyggjur vegna þessa og verður leitað eftir upplýsingum um stöðu mála.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45