Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

34. fundur 25. nóvember 2003 kl. 16:30 - 17:50

34. fundur skólanefndar Akraness haldinn í Tónlistarskólanum á Akranesi, þriðjudaginn 25. nóvember 2003 kl. 16:30.


Mætt á fundi: Björn S. Lárusson, formaður
 Ingþór B. Þórhallsson
 Jónas H. Óttósson
 Sigrún Ríkharðsdóttir
 Sandra Sigurjónsdóttir, varamaður
Áheyrnarfulltrúar: Guðbjörg Árnadóttir fulltrúi grunnskólakennara
 Margrét Ákadóttir fulltrúi grunnskólakennara
 Ingunn Ríkharðsdóttir, leikskólastjóri
 Aðalheiður Þráinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla
 Þorkell Steinsson, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 Ólöf Linda Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
 Auður Hrólfsdóttir, grunnskólastjóri
 Guðbjartur Hannesson, grunnskólastjóri
Ragna Kristmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar
Bryndís Bragadóttir, fulltrúi tónlistarskólakennara
 
Einnig sat Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi fundinn sem og Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs sem ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:

 

1. Skýrsla um málefni Tónlistarskólans á Akranesi. 

Formaður kynnti efni skýrslunnar og gaf orðið frjálst til fundarmanna. Fram komu fyrirspurnir um hvers vegna ekki voru allir leikskólastjórar kallaðir til samráðs sem og skólastjóri Heiðarskóla . Nokkrar umræður urðu um ýmsa efnisþætti. Fyrst var rætt um að börn eins leikskóla nytu án endurgjalds kennslu frá Tónlistarskólanum og að ekki ríkti jafnræði með leikskólunum í því tilliti. Bent var á að leikskólabörnum á Vallarseli væri að fjölga og að 30% staða dugi ekki til að sinna tónlistaruppeldi svo fullnægjandi sé. Bryndís Bragadóttir vakti athygli á því að skýrslan hefði ekki hlotið umfjöllun á kennarafundi í Tónlistarskólanum. Einnig var rætt um skort á tónlistarskólakennurum sem sinna vilja hópkennslu.

 

Meirihluti skólanefndar samþykkir fyrirliggjandi tillögur með eftirfarandi breytingu:

Í tillögu 5 verði gert ráð fyrir að tillögur skólastjóra og kennara Tónlistarskólans verði lagðar fyrir skólanefnd eigi síðar en í apríl 2004.

 

Varðandi tillögu 6 þá vill skólanefnd gera eftirfarandi breytingu: ..þeir nemendur sem verða 20 ára á því ári sem skólaárið hefst, greiða hærra gjald. "

Skólanefnd leggur til að stutt verði við uppeldisstefnu annarra leiksskóla á sambærilegan hátt og gert er á Vallarseli (s.b.r. tillögu 1 í skýrslu starfshóps).

Skólanefnd mun nú senda skýrsluna til bæjarráðs til afgreiðslu.

 

2. Önnur mál.
· Lagt fram bréf frá Leikskólanum Teigaseli þar sem óskað er eftir samþykki skólanefndar til að færa starfsdag leikskólans frá 2. janúar 2004 til 23. apríl vegna fyrirhugaðrar utanlandsferðar starfsfólks. Samþykki foreldra liggur fyrir. 

Skólanefnd sér ekkert því til fyrirstöðu. 


· Sigrún Gísladóttir dreifði skýrslunni: ?Ársyfirlit yfir leikskóla ? Börn á leikskólaaldri á Akranesi í nóvember 2003.?


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:50

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00