Skólanefnd (2000-2008)
38. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, miðvikudaginn 7. apríl 2004 kl. 16:30.
Mætt á fundi: Björn S. Lárusson, formaður
Ingþór B. Þórhallsson,
Sigrún Ríkharðsdóttir,
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Áheyrnarfulltrúar:
Björg Jónsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla
Ingunn Ríkharðsdóttir, leikskólastjóri
Ólöf Linda Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
Einnig Sigrún Gísladóttir, leikskólafulltrúi og Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs sem ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Endurskoðun á verklagsreglum.
Leikskólafulltrúi kynnti drög að endurskoðuðum verklagsreglum. Helstu breytingar snúa að opnunartíma leikskóla en einnig forgang varðandi leikskóladvöl. Í fyrirliggjandi tillögu er eingöngu um orðalagsbreytingu að ræða þar sem gert er ráð fyrir staðfestingu frá sérfróðum aðilum þegar óskað er eftir forgangi vegna aðstæðna barns. Einnig er tillaga um nýjan lið 1.9 sem fjallar um að breyting á vistunartíma verður að vera sett fram með 15 daga fyrirvara, miðast við mánaðarmót og vera til þriggja mánaða hið minnsta.
Skólanefnd samþykkir framkomnar breytingartillögur og vísar þeim til bæjarráðs til umfjöllunar og staðfestingar. Í tengslum við þennan lið var eftirfarandi bókað:
?Ljóst er að í haust verða 20-25 börn á biðlista eftir leikskóladvöl. Skólanefnd skorar á bæjarstjórn að opna 6. deild Vallarsels í síðasta lagi 1. september n.k. Nefndin leggur til að þegar biðlistar hverfa verði forgangur vegna hjúskaparstöðu foreldra og námsmanna felldar niður enda ekki þörf fyrir slíkan forgang. Tillaga nefndarinnar snýr að forgangi að leikskóladvöl en eftir sem áður greiða einstæðir foreldrar og námsmenn lægra gjald eins og gjaldskrá kveður á um.?
Bókunin samþykkt samhljóða utan þess að Sigrún Ríkharðsdóttir styður áskorunina til bæjarstjórnar um að 6. deildin verði tekin í notkun en ekki að forgangur til einstæðra foreldra og námsmanna verði felldur niður.
2. Önnur mál.
Björg spurði skólanefnd hvenær ákvörðun geti legið fyrir um hvort 6. deildin í Vallarseli verði tekin í notkun í haust. Talið er að afstaða bæjarráðs geti legið fyrir í vikunni eftir páska.
Fleira ekki gert ? fundi slitið kl. 17:00