Skólanefnd (2000-2008)
42. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, miðvikudaginn 1. desember 2004 kl. 17:00.
Mætt á fundi: Björn S. Lárusson, formaður
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Ingþór B. Þórhallsson
Sigrún Ríkharðsdóttir
Áheyrnarfulltrúar: Auður Hrólfsdóttir, skólastjóri
Guðbjörg Gunnarsdóttir, leikskólastjóri
Guðríður Sigurjónsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla
Ólöf Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
Guðmundur Þorvaldsson, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
Laufey Karlsdóttir, fulltrúi kennara
Guðbjörg Árnadóttir, fulltrúi kennara
Lárus Sighvatsson, skólastjóri Toska
Bryndís Bragadóttir, fulltrúi kennara Toska
Ragna Kristmundsdóttir, fulltrúi sveitarfél. sunnan Skarðsheiðar
Einnig sat Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi fundinn og
Fyrir tekið:
1. Málefni leikskólanna.
Sigrún Gísladóttir fór yfir stöðu mála hvað varðar biðlistamál. Ekkert barn tveggja ára og eldri er á biðlista. Hægt er bæta fimm börnum við á Vallarseli til að full nýting náist. Fyrir fundinum lá eftirfarandi tillaga að bókun um nýtingu Vallarsels: ?Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun vegna ársins 2005 er ekki gert ráð fyrir fullri starfsemi í Vallarseli. Hægt er að bæta við 5 börnum með dvalartíma allan daginn. Skólanefnd leggur til bæjarstjórn að reiknað verði með viðbótarfjármunum til að fullnýta Vallarsel. Til þess að svo megi verða vantar um 1,2 stöðugildi og þegar tekjur hafa verið reiknaðar á móti aukast útgjöld um kr. 1.200.000.?
Sumarleyfi leikskóla. Fram er komin ósk frá leikskólastjórum um að leikskólarnir taki allir sumarleyfi á sama tíma, þ.e. tveggja vikna lokun um miðjan júlí ár hvert. Þessi tilhögun mun auðvelda allt skipulag vegna sumarleyfa starfsmanna og einnig verður inntaka yngri barna markvissari og dregst ekki fram eftir hausti. Rökin á móti því að allir leikskólarnir fari í sumarleyfi á sama tíma eru þau að möguleiki foreldra til að nýta sér aðra leikskóla þegar lokað er á leikskóla barns þeirra duga ekki til því foreldrar nýta sér ekki þann möguleika.Skólanefnd bókaði að þessu tilefni eftirfarandi: ?Skólanefnd sér því ekki ástæðu til að setja sig á móti tillögu leikskólastjóra um að leikskólarnir loki allir á sama tíma í tvær vikur um miðjan júlí og vísar málinu til foreldraráða leikskóla til umsagnar.
Verkefnissjóður leikskóla. Þegar frumvarp til fjárhagsáætlunar 2005 var lagt fram var samtímis lögð fram bókun um stofnun verkefnissjóð sem leikskólar geta sótt í. Skólanefnd fagnar þessu framtaki en bendir jafnfram á að setja þarf skýrar reglur um hvernig staðið skuli að umsóknum í sjóðinn og afgreiðslu umsókna. fyrirhuguð er á skólaárinu.
Sigrún fjallaði nokkuð um fjárhagsáætlanir leikskólanna og þær athugasemdir sem hafa komið fram. Nokkur umræða varð um aðferðarfræði við fjárhagsáætlunargerð.
Áheyrnarfulltrúarnir: Ólöf, Guðríður, Guðbjörg viku af fundi.
Áheyrnarfulltrúarnir: Guðbjörg Árnadóttir, Laufey Karlsdóttir, Ragna Kristmundsdóttir, Auður Hrólfsdóttir,
2. Málefni Tónlistarskólans.
Lárus skólastjóri sagði frá helstu þáttum í starfi skólans. Fram kom að nemendur er 304, 27 í blokkflautudeild, 259 í hljóðfæradeild og 18 nemendur í söngdeild. 207 nemendur eru á grunnskólaaldri þar af 66 í Brekkubæjarskóla og 123 í Grundaskóla og 17 í Heiðarskóla. Yngsti nemandinn er 6 ára og elsti nemandinn er 69 ára. Kynjahlutföllin eru þannig að 188 stúlkur stunda nám við skólann og 116 drengir. Lárus sagði frá því að verið er að endurskoða lög um tónlistarskóla. Næsta ár er afmælisár Tónlistarskólans á Akranesi og Tónlistarfélagsins en þá eru 50 ár liðinn frá upphafi skólans. Lárus gaf formanni skólanefndar bókina ?Hagræn áhrif tónlistar? eftir Ágúst Einarsson. Á biðlista eru um 50 nemendur. Lárus sagði frá því að hann hefði leitað eftir tilboð í hljóðfæri sem keypt yrðu á kaupleigusamningum til 5 ára. Ekki liggur fyrir hvort bæjarráð mun samþykkja að verði gengið til samninga á grundvelli þessa tilboðs.
Áheyrnarfulltrúar v. tónlistarskólans viku af fundi.
3. Málefni grunnskólanna.
Guðbjartur gerði grein fyrir þeim athugasemdum og ábendingu sem hann gerir við fjárhagsáætlun eins og hún liggur fyrir um þessar mundir og dreifði plaggi þar að lútandi. Umræður urðu um fjölda nemenda í bekkjardeildum og úthlutanir kennslustunda til skólanna sem og úthlutanir skiptistunda til fjölmennra bekkjardeilda. Meðaltal í bekkjardeildum í grunn-skólunum er um 20 nemendur. Einnig var rætt um nauðsyn þess að skólarnir fái aukið stöðuhlutfall vegna tölvuumsjónar. Guðbjartur sagði einnig frá því að búið er að leggja fram viðhaldsáætlun vegna ársins 2005 að hálfu eignasjóðs. Auður fór yfir áætlun vegna Brekkubæjarskóla og gerði sérstaklega að umtalsefni aukinn kostnað vegna tölvuumsjónar og aukinn kostnað vegna alls konar kennsluefnis á vef og afnotagjöld af hugbúnaði. Einnig nefndi hún að enn á eftir að kaupa fleiri borð í salinn vegna mötuneytis sem gerir alla nýtingu á salnum auðveldari. Báðir skólarnir leggja áherslu á að brýnt er að gera áætlanir um að ljúka frágangi á skólalóðunum. Einnig er brýnt að vinna að langtímaáætlunum í endurnýjun húsbúnaðar og búnaði í sérgreinastofum. Enn er ekki framkomin endurskoðuð launaupphæð vegna kennarasamninga og starfsmats almennra starfsmanna í skólunum.
Nokkur umræða var síðan um afleiðingar verkfalls en skólahald féll niður í 33 nemendadaga. Innan skólana hafa verið umræður um hugmyndir s.s. að færa skipulagsdaga af virkum dögum/dagvinnutíma, færa foreldraviðtöl út fyrir kennslutíma, sérstakar viðbætur til unglingadeildar, sérstaklega 10. bekkjar. Einnig eru nokkur brögð að því að einstakir nemendur hafa þurft sérstaka aðgæslu í kjölfar verkfalls. Talsverðar umræður urðu um málið. Áfram verður unnið að niðurstöðu.
4. Önnur mál.
Skólanefnd lagði fram eftirfarandi bókun:
? Skólanefnd telur rétt að framvegis verði fjárhagsáætlanagerð skólanna unnin í samræmi við kostnaðarlíkön sem byggi á nemendafjölda. Grunnur að slíku líkani er fyrirliggjandi í rekstri leikskóla og hvað grunnskólanna varðar þá hefur Fræðslumiðstöð Reykjavíkur þróað líkan sem tekur til flestra þátta í rekstri grunnskóla. Skólanefnd felur sviðsstjóra að kynna tillögu að rekstrarlíkani í mars 2005.?
Helga vakti athygli á því að þriðjudaginn 7. desember kl. 17:00 verður bæjarstjórnarfundur unga fólksins í bæjarþingsal.
Fleira ekki gert ? fundi slitið kl. 20:00.