Skólanefnd (2000-2008)
44. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, miðvikudaginn 2. mars 2005 kl. 17:00.
Mætt á fundi: Jóhanna Hallsdóttir formaður
Jónas H. Ottósson, varaformaður
Ingþór B. Þórhallsson
Sigrún Ríkharðsdóttir
Áheyrnarfulltrúar: Auður Hrólfsdóttir, skólastjóri
Guðbjartur Hannesson, skólastjóri
Ingileif Daníelsdóttir, fulltrúi kennara
Sérstaktir gestir fundarins:
Fyrir tekið:
1. Málefni grunnskóla.
Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, kynnti líkan sem notað er við úthlutun fjármagns til grunnskólanna í Reykjavík. Líkanið er nú notað í Reykjanesbæ, Garðabæ og Hafnarfirði auk Reykjavíkur við fjárhagsáætlunargerð og kennslustundaúthlutun grunnskóla. Líkanið styður við hugmyndafræðina: ?einstaklingsbundið nám.? Runólfur kynnti reynslu af ýmsum þáttum í áætlunargerðinni og sagði frá því að skólarnir fá að flytja rekstrarafgang milli ára og sömuleiðis verða þeir að greiða halla fyrra árs upp. Hann sýndi ýmsar upplýsingar sem hægt er að fá sundurliðaðar út úr kerfinu. Talsverðar umræður urðu um líkanið og Runólfur svaraði fyrirspurnum.
2. Önnur mál.
Formaður kynnti breytingu á skóladagatali skólaársins 2004-2005. Vegna þess að samræmdum prófum var seinkað hefur Námsmatsstofnun orðið að seinka skilum á einkunnum í samræmdum prófum. Fram er komin tillaga um að skólaslit verði 8. júní í stað 7. júní hjá 10. bekkjum. Skóladagatalið er að öðru leyti óbreytt. Breytingin hefur verið kynnt foreldraráðum og engar athugasemdir eru fyrirliggjandi vegna þessa. Skólanefnd samþykkir þessar breytingu.
Skólastjórar lögðu fram drög að skóladagatali vegna skólaársins 2005 -2006 en málið verður tekið fram síðar.
Fleira ekki gert ? fundi slitið kl. 19:00