Skólanefnd (2000-2008)
52. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, miðvikudaginn 9. nóvember 2005 kl. 17:15.
Mætt á fundi: Jóhanna Hallsdóttir, formaður
Jónas H. Ottósson, varaformaður
Ólöf Ólafsdóttir
Áheyrnarfulltrúar: Guðbjartur Hannesson, grunnskólastjóri
Auður Hrólfsdóttir, grunnskólastjóri
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara
Guðrún Guðbjarnadóttir, fulltrúi grunnskólakennara
Guðmundur Þorvaldsson, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
Einnig sat Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri fundinn ásamt Helgu Gunnarsdóttir sviðsstjóra fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs sem ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Stoðþjónusta grunnskólanna.
Sálfræðingar sérfræðiþjónustu Sigurveig Sigurðardóttir og Birgir Þór Guðmundsson byrjuðu á að gera grein fyrir nokkrum tölulegum staðreyndum úr starfinu. Á skólaárinu 2004-2005 voru 190 einstaklingsmál til meðferðar, þar af 62 ný einstaklingsmál. Skólinn er stærsti tilvísandi eða í 52% til
Auður skólastjóri gerði grein fyrir skipulagi stoðþjónustunnar í Brekkubæjarskóla. Stoðþjónustan felst í eftirfarandi þáttum: Nemendaverndarráð, námsráðgjöf, skólahjúkrun, sérkennslu, talkennslu, stuðnings- og lausnarteymi, áfallaráði og sérdeild. Síðan fjallaði Auður nokkuð um hvern þátt. Við skólann eru starfandi 4 sérkennarar auk þroskaþjálfa (1,5 stöðugildi) sem einkum starfa í sérdeild. Auður rakti einnig helstu skimanir og reglubundin próf sem lögð eru fyrir í ákveðnum árgöngum. Á síðastliðnu skólaárið voru um 140 nemendur sem fengu sértæka þjónustu innan stoðþjónustunnar.
Margrét Þorvaldsdóttir fagstjóri sérkennslu í Grundaskóla gerði grein fyrir markmiðum sérkennslu og skipulagi sérkennslu innan skólans. Foreldrar skrifa undir beiðni um sérkennslu. Sérkennsla getur verið einstaklingskennsla eða í litlum hóp eða innan bekkjar. Margrét fór einnig yfir störf nemendaverndarráðs og fyrirbyggjandi starf. Margrét benti á að nú er búið að vinna svo góða undirbúningsvinnu í leikskólunum að verkefni sérkennslu í skólabyrjun hafa breyst.
Guðbjartur fór síðan yfir helstu verkefni námsráðgjafa svo sem námstækni og náms- og starfsfræðslu. Ráðgjöf þarf að koma snemma til foreldra varðandi möguleika á að flýta grunnskólanámi. Nokkrar umræður urðu m.a. um viðbrögð við einelti og hvað gerist að greiningarvinnu lokinni í skólastarfinu. Skólastarf er enn ekki nógu einstaklingsmiðað. Rætt um þörfina fyrir sértæka aðstoð við nemendur og hvað er nægileg þjónusta.
Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólamála fóru af fundi kl. 18:45.
2. Stoðþjónusta leikskóla.
Ákveðið að fresta umfjöllun til næsta fundar.
3. Önnur mál.
Ekkert lá fyrir undir liðnum önnur mál.
Fundi slitið kl. 19:00.
Næsti fundur ákveðið miðvikudaginn 16. nóvember,