Skólanefnd (2000-2008)
59. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, mið
Mætt á fundi: Jóhanna Hallsdóttir, formaður
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Ingþór Bergmann Þórhallsson
Sigrún Ríkharðsdóttir
Jónas H. Ottóssn, varaformaður
Áheyrnarfulltrúar Guðbjörg Gunnarsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra
Guðríður Sigurjónsdóttir fulltrúi starfsfólks leikskóla
Klara B. Gunnarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna,
Fundinn sátu einnig Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri og Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri sem skrifaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Leikskólastjórastaða við Vallarsel.
Staða leikskólastjóra við Vallarsel var auglýst laus til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 24. apríl. Fimm umsóknir bárust um stöðuna frá eftirtöldum:
Anney Ágústdóttir, kt. 200568-5329
Brynhildur Björg Jónsdóttir, kt. 100659-3959
Elísabet Jóhannesdóttir, kt. 180351-3109
Margrét Þóra Jónsdóttir, kt. 090270-3949
Ragnheiður Anna Þorsteinsdóttir kt. 120769-3919
Skólanefnd telur alla umsækjendur hæfa til að gegna stöðunni en ákvað að kalla tvo umsækjendur til viðtals og ræða við tilgreinda umsagnaraðila þeirra.
Skólanefnd mælir með því við bæjarráð að Brynhildur Björg Jónsdóttir verði ráðin leikskólastjóri við leikskólann Vallarsel.
2. Inntaka í leikskóla sumarið 2006.
Svala Hreinsdóttir kynnti stöðu mála eftir að gengið hefur verið frá inntöku í leikskólana. Alls fengu 77 foreldrar barna bréf þar sem tilkynnt var um inntöku. Fjórir foreldrar afþökkuðu leikskólavist.
Aldur barnanna er eftirfarandi: 4 börn fædd 2001, 4 fædd 2002, 5 börn fædd 2003 og 61 barn fædd 2004. Frá áramótum fram til loka apríl sl. fengu 9 börn leikskóladvöl.
Alls bárust 23 umsóknir um breytingu á dvalartíma eða flutning milli leikskóla sem afgreiddar voru um leið og sumarinntaka fór fram.
Staðan er nú að nokkrum plássum er óráðstafað eða 14 plássum. Fyrir liggja 66 umsóknir frá foreldrum vegna barna fæddra 2005 þar af eru 8 fædd í janúar og 9 fædd í febrúar.
Dvalartími barna í leikskólunum er eftirfarandi:
Allan daginn 8 klst eða lengur alls 220 börn eða 66%
Dvalartími 4 ? 6,5 klst. fyrir hádegi alls 28 börn eða 28%
Eftir hádegi alls 21 barn eða 6%
Umsóknum vegna barna sem eru af erlendu bergi brotin hefur fjölgað. Um þessar mundir er starfshópur sem skipaður er fulltrúum frá öllum leikskólunum ásamt verkefnisstjóra að ljúka störfum en í greinargerð hópsins verður að finna gagnlegar upplýsingar sem snúa að móttöku erlendra barna og foreldra þeirra.
3. Skýrsla starfshóps vegna mats á þörf fyrir dagvistarrými leikskólabarna á Akranesi.
Bæjarstjórn skipaði þann 19. janúar sl. þær Ágústu Friðriksdóttur, Eydísi Aðalbjörnsdóttur og Margréti Þóru Jónsdóttur í starfshóp sem hafði það verkefni að meta þörf fyrir dagvistarrými leikskólabarna. Starfshópurinn skilaði skýrslu í lok apríl. Skýrslan hefur verið tekin fyrir í bæjarráði. Í skýrslunni er lagt mat á þörf fyrir leikskólarými og gerð grein fyrir valkostum í uppbyggingu leikskóla.
4. Önnur mál.
Fundi slitið kl. 17:10