Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

62. fundur 23. ágúst 2006 kl. 17:00 - 19:30

62. fundur skólanefndar Akraness haldinn í Tónlistarskólanum á Akranesi, miðvikudaginn 23. ágúst 2006 kl.17:00.


 

Mætt á fundi:              Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður

                                 Ingþór B. Þórhallsson, varaformaður

                                 Gunnar Freyr Hafsteinsson

                                 Sveinn Kristinsson

                                 Halla Ingibjörg Guðmundsdóttir

 

Áheyrnarfulltrúar  leikskóla:

Brynhildur Björg Jónsdóttir leikskólastjóri

Ása Huld Jónsdóttir fulltrúi starfsfólks leikskóla

                                

Fundinn sátu einnig Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri og Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri sem skrifaði fundargerð.


 

1.  Vetrarstarf leikskólanna. Undir þessum lið mættu leikskólastjórar og gerðu grein fyrir helstu áherslum í starfi leikskólanna á komandi skólaári. Brynhildur Björg mætti fyrir hönd Vallarsels en hún tekur við starfi leikskólastjóra 1. september n.k..  Brynhildur Björg byrjaði að greina frá vetrarstarfi í Vallarseli. Hún dreifði upplýsingum um leikskólann en þar kom m.a. fram að börnin eru 161, dvalarstundir eru 1228,5, starfsmenn eru 40 þar af eru 17 leikskólakennarar, 19 leiðbeinendur, 3 starfsmenn  í eldhúsi/þvottahúsi og einn tónlistarkennari. Hún lagði einnig fram skólanámskrá Vallarsels, deildarnámskrá og skóladagatal. Hún nefndi einnig að dvalartími barna er að lengjast og nokkur börn dvelja í 10 klst. Rætt um hve stór hluti dvalartímans er frjáls leikur. Leikskólastjórar telja að um 60% nýtist í frjálsan leik. Sérstaða Vallarsels felst í áherslu á tónlistarnám og nú í haust mun nýr tónlistarkennari hefja störf við skólann. Talsvert er um að aðilar utan Akraness hafi samband til að spyrjast fyrir fyrirkomulag tónlistarkennslunnar. Reynsla Vallarsels verður kynnt á málþingi sem Félag leikskólakennara og Félags tónlistarskólakennara gengst fyrir í vetur. Brynhildur Björg gerði að lokum að umtalsefni að leikskólarnir hafa tvo skipulagsdaga, annan í byrjun janúar og hinn að hausti áður en grunnskólastarf hefst. Ósk leikskólastarfsfólks er að fá til viðbótar námskeiðsdag.

Guðbjörg Gunnarsdóttir leikskólastjóri Teigasels gerði síðan grein fyrir vetrarstarfinu. Hún sagði frá því að nú í haust hefur orðið sú þróun að aukning hefur orðið á eftirspurn eftir hálfsdagsplássum og eru nú 21 pláss laust frá kl. 13 ? 17.  Stöðugildi við leikskólann eru rúmlega 17 sem 21 starfsmaður gegnir þar af 11 leikskólakennarar, 8 leiðbeinendur og 2 í eldhúsi. Börn á leikskólanum eru samtals 80. Skólinn tekur nú þátt í rannsóknarverkefni um talnaskilning leikskólabarna. Guðbjörg sagði frá því leikskólinn hefði fengið verkefnisstyrk frá Akranesi, styrk úr Þróunarsjóði leikskóla auk styrks frá Sparisjóðnum Akranesi. Styrkirnir eru notaðir til að kaupa kennslugögn og námskeiðshalds. Leikskólinn hefur hug á að fara í námsferð til Bretlands í vor í kringum sumardaginn fyrsta. Guðbjörg tók undir óskir Brynhildar um námskeiðsdag fyrir starfsfólk leikskóla.

Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri Garðasels sagði frá vetrarstarfi leikskólans. Hún dreifði skóladagatali Garðasels. Sérstaða Garðasels felst í því að leikskólinn er heilsuleikskóli og í félagi heilsuleikskóla. Skólinn er einnig með dyggðakennslu. Útivist er ríkur þáttur í starfinu og fer hvert barn sem dvelur allan daginn  amk. tvisvar á dag.  Í haust opnaði ný deild við Garðasel en elstu börnin dvelja þar. Í Garðaseli eru 105 börn þar af 102 fyrir hádegi. Eftir hádegi eru 75 börn. Dvalargildi eru 944 og raunnýting er 107%. Hægt væri að bæta við 12 börnum eftir hádegi. Stöðugildi leikskólans eru 23,5 (26 starfsmenn), þar af eru 15 leikskólakennarar, einn starfsmaður með aðra uppeldismenntun, 5 leiðbeinendur og tveir starfsmenn í eldhúsi. Skólanámskrá er endurskoðuð reglulega og deildarnámskrár eru gefnar út á hverju hausti. Allt efni sem gefið er út, er að finna á heimasíðu leikskólans. Ingunn gerði að umtalsefni að leikskólinn hefur nýtt salinn í Grundaskóla og fengið tíma í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum. Ingunn  upplýsti að leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri munu óska eftir fundi með meirihlutaflokkunum til að ræða um framtíðarsýn fyrir leikskólann. Einnig gerði Ingunn að umtalsefni þörf fyrir viðhald bæði á þaki og leikvelli. Ingunn og Brynhildur sögðu frá því að Vallarsel og Garðasel fengu einnig styrk frá Sparisjóðnum Akranesi sem nýttur hefur verið til að styrkja sérstöðu hvers leikskóla.

 

Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri dreifði árskýrslu leikskólann á Akranesi.

 

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólamála fóru af fundi kl.  18:20.

                                                                                                                         

2.  Málefni Tónlistarskólans á Akranesi.  Á fundinn mættu Lárus Sighvatsson skólastjóri, Skúli Ragnar Skúlason aðstoðarskólastjóri, Bryndís Bragadóttir og Halldór Sighvatsson deildarstjórar. Þau gerðu grein fyrir helstu þáttum í vetrarstarfinu og áherslum skólans. Lárus dreifði kennaralista skólans, tveir kennarar eru í leyfi en kennarar eru 20 auk tveggja stundakennara. Stöðugildi til kennslu eru um 16. Nemendur eru 320 og ríflega 70 eru á biðlista.  Skólinn mun nú sinna forskólakennslu í grunnskólunum í 2. bekk og er um að ræða 90 nemendur þar. Verið er að skoða hvort skólinn stendur fyrir námskeiðahaldi, t.d. fyrir 1. bekkinga grunnskóla í vetur. Nemendur verða framvegis ekki teknir inn í nám í tónlistarskóla fyrr en þeir hafa lokið 2. bekk grunnskóla.  Lárus dreifði skóladagatali skólans. Í nóvember verður foreldravika en það hefur ekki verið áður. Tveir hádegistónleikar verða í vetur, í nóvember og febrúar. Skólinn verður settur 31. ágúst og skólaslit verða 25. maí. Kennsluskylda verður 21 klukkkustund á viku. Biðlisti er einkum eftir gítarnámi, námi í slagverki, fiðlunámi og námi á þverflautu. Lárus kynnti að tillaga að nýrri gjaldskrá verður lögð fyrir bæjarráð í næstu viku. Lárus sýndi nefndarmönnum drög að teikningu að nýjum tónlistarskóla sem er fyrirhugaður í verslunarmiðstöð á Skagaverstúninu, Dalbraut 1.  Gert er ráð fyrir að skólinn verði um 1300 m2, þar af er tónleikasalur fyrir um 150 manns, 17 kennslustofur og fastur æfingasalur fyrir skólahljómsveitina auk annars kennsluhúsnæðis. Mikil áhersla verður lögð á hljóðeinangrun milli kennslustofa. Rætt um starfsemi í nýju húsnæði.    

 

3. Önnur mál

Helga dreifði fram bækling um Íþrótta- og tómstundaskólann sem sendur var til foreldra í 1. og 2. bekk.

 

Fundi slitið kl.  19:30

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00