Skólanefnd (2000-2008)
64. fundur skólanefndar Akraness haldinn í Brekkubæjarskóla mið
Mætt á fundi: Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður
Ingþór B. Þórhallsson, varaformaður
Sveinn Kristinsson
Hjördís Árnadóttir
Áheyrnarfulltrúar leikskólanna:
Brynhildur Björg Jónsdóttir fulltrúi leikskólastjóri
Ásta Huld Jónsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla
Fundinn sátu einnig
1. Málefni leikskólanna.
v Sumarlokun leikskólanna.
Leikskólarnir hafa undanfarin ár verið lokaðir tvær
v Fræðsluferðir leikskólanna Garðasels og Teigasels.
Skólanefnd hefur fengið ósk um að skipulagsdagur sem gert er ráð fyrir að verði 2. janúar verði færður til 20. apríl vegna fræðsluferðar starfsfólks leikskólanna. Málið hefur verið kynnt fyrir foreldrum og gera þeir ekki athugasemdir. Skólanefnd samþykkir þessa breytingu á skóladagatali leikskólanna.
v Námskeiðsdagur fyrir starfsfólk leikskólanna.
Skólanefnd hefur borist bréf frá Brynhildi Björgu Jónsdóttur f.h. leikskólastjóra þar sem óskað er eftir að leikskólarnir fái að loka einn dag á ári til að sinna fræðslu starfsfólks. Skólanefnd hefur kynnt sér málið í öðrum sveitarfélögum og kemur í ljós að starfsfólk leikskóla hefur alla jafna einn dag á ári sem ætlaður er til námskeiðahalds auk tveggja skipulagsdaga. Í nýgerðum kjarasamningi leikskólakennara er bókun þar sem fjallað er um skipulagsdaga (28.gr) Þar er gert ráð fyrir að fram fari umræða um þörf fyrir skipulagsdaga milli rekstraraðila og starfsmanna leikskóla og sömuleiðis skal huga að markvissri símenntun í tengslum við skipulagsdaga. Skólanefnd hefur áður fjallað um málið og hafði þær væntingar að nýr kjarasamningur mótaði skýrar reglur. Skólanefnd styður að gerð verði tilraun með að heimila leikskólunum að hafa þrjá skipulagsdaga á komandi ári 2007 og hann tímasettur á skipulagdegi grunnskólanna.
v Verklagsreglur leikskólanna.
Nokkrar minniháttar breytingar voru gerðar á verklagsreglum leikskólanna og þær síðan samþykktar. Nýjar verklagsreglur verða sendar til bæjarráðs til staðfestingar.
2. Sérfræðiþjónusta skóla.
3. Önnur mál.
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18:30