Skólanefnd (2000-2008)
66. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal mið
Mætt á fundi: Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður
Ingþór B. Þórhallsson, varaformaður
Halla Ingibjörg Guðmundsdóttir
Ingibjörg Valdimarsdóttir, varamaður
Ásgeir Hlinason, varamaður
Áheyrnarfulltrúar leikskólanna:
Brynhildur Björg Jónsdóttir fulltrúi leikskólastjóri
Ásta Huld Jónsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla
Hrönn Ríkharðsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri
Valdís Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
Sigurveig Kristjánsdóttir, fulltrúi kennara Grundaskóla
Sigrún Þorbergsdóttir, fulltrúi
grunnskólakennara Brekkubæjarskóla
Fundinn sat einnig Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri sem skrifaði fundargerð.
1. Nýr leikskóli.Kynnt teikning að nýjum 6 deilda leikskóla við Ketilsflöt. Skólanefnd lýsir yfir ánægju með fyrirliggjandi teikningu og fagnar byggingu leikskólans. Fram kom mikilvægi þess að foreldrar fái sem fyrst svör við umsóknum sínum um leikskólapláss. Málin rædd.
2. Skóladagatal vegna skólaársins 2007-2008.
Skólastjórar grunnskólanna lögðu fram skóladagatal vegna næsta skólaárs. Samkvæmt því er reiknað með að skipulagsdagar kennara verði 20.- 23. ágúst og að nemendur mæti 24. ágúst. Vetrarfrí er fyrirhugað 22. og 23. október og er samræmt við haustfrí í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Síðasti skóladagur er 2. júní. Skólanefnd gerir engar athugasemdir við skóladagatal 2007 -2008 sem skólastjórar leggja til. Þetta fyrirkomulag er hins vegar ekki fordæmisgefandi hvorki hvað varðar fjölda skóladaga, fyrirkomulag foreldraviðtala né vetrarfrí. Fyrir liggur að foreldraráð gera ekki athugasemd við skóladagatalið. Fundarmenn sammála um að næsta haust verði kannaður hugur foreldra til vetrafrís í tengslum við foreldraviðtöl í nóvember. Ingibjörg hvarf af fundi kl.17:50.
3. Erindi frá bæjarráði dags. 29.03.07. Bæjarráð sendi erindi Þroskahjálpar frá 27.03.07 til skólanefndar. Í bréfi Þroskahjálpar kemur fram áskorun til sveitarfélaga að veita fötluðum grunnskólanemendum góð frístundatilboð í framhaldi af skóladegi. Sviðsstjóra falið að svara bréfi Þroskahjálpar en þriggja manna starfshópur mun á næstu vikum skila tillögum að tilboði fyrir þennan hóp.
4.Önnur mál. Skólanefnd leggur á það áherslu að fá niðurstöðu og útskýringar varðandi fæðisgjöld í grunnskólum og leikskólum eftir lækkun á virðisaukaskatti ríkisstjórnarinnar 1. mars síðastliðinn.
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18:30