Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

67. fundur 30. maí 2007 kl. 17:00 - 18:10

67. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal  miðvikudaginn 30. maí 2007 kl.17:00.


 

Mætt á fundi:            Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður

                                 Ingþór B. Þórhallsson, varaformaður

                                 Halla Ingibjörg Guðmundsdóttir

                                 Ingibjörg Valdimarsdóttir, varamaður

                                 Gunnar Freyr Hafsteinsson

Áheyrnarfulltrúar:

Ásta Huld Jónsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla

Hrönn Ríkharðsdóttir, aðstoðarskólastjóri

Valgarður L. Jónsson, aðstoðarskólastjóri

Valdís Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna

Sigurveig Kristjánsdóttir, fulltrúi kennara Grundaskóla

Sesselja Guðjónsdóttir, fulltrúi grunnskólakennar Brekkubæjarskóla

Lárus Sighvatsson, skólastjóri Tónlistarskólans

Bryndís Bragadóttir, kennnari Tónlistarskólans

Anna Leif Elídóttir, áheyrnarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar

Hjördís Grímarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna

                                                                 

Fundinn sat einnig Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri sem skrifaði fundargerð.


 

1. Málefni grunnskólanna.

 

  • Helstu þættir í stafi grunnskólanna skólaárið 2006-2007. Skólastjórar fóru yfir þær áherslur sem hafa verið í starfi grunnskólanna í vetur. Hrönn sagði frá Comeniusarverkefni sem snýst um skólaþróun og hvernig nemendur skipuleggja og meta eigið nám. Valgarður sagði frá því að Landvernd hefur tekið út starf Brekkubæjarskóla með tillits til umhverfismála og er skólinn kominn með heimild til að flagga Grænfánanum og mun hann dreginn að húni í haust. Nemendur í 10. bekk í Brekkubæjarskóla hafa sótt náttúrufræðikennslu í FVA og nemendur í Grundaskóla fylgdu sömu kennsluáætlun en kennari Grundaskóla sá um stærsta hluta kennslunnar. Rætt um hvernig nemendur grunnskólans geta stundað nám á framhaldsskólastigi meðan þeir eru í grunnskólanum. Valgarður sagði frá því að unnið hefði verið á þemadögum með dyggðir í upphafi haust- og vorannar og það hefur tekist mjög vel.

 

  • Starfmannsmál. Skólastjórar upplýstu hvernig ráðningar starfsfólks hafa gengið í vor. Valgarður upplýsti um starfsmannamál í Brekkubæjarskóla en ennþá vantar marga kennara vegna haustannar og sömuleiðis námsráðgjafa. Hrönn upplýsti að búið er að ráða nokkurn veginn í lausar stöður.

 

2. Uppsögn Guðbjarts Hannessonar skólastjóra.

Guðbjartur Hannesson segir starfi sínu sem skólastjóri Grundaskóla lausu.  Skólanefnd þakkar Guðbjarti fyrir farsæl störf sem skólastjóri Grundaskóla frá upphafi skólans og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.

 

3. Málefni Tónlistarskólans á Akranesi.

Bæjaráð vísaði bréfi Lárusar Sighvatssonar skólastjóra til umsagnar skólanefndar. Lárus óskar eftir tveimur stöðugildum til að ráða nýja kennara að skólanum. Í apríl voru ríflega 70 á biðlistar eftir söng- og hljóðfæranámi. Skólanefnd mælir eindregið með því við bæjarráð að Lárus fái umbeðin stöðugildi og geti þannig veitt fleiri nemendum aðgang að skólanum.

Lárus upplýsti að skólinn flyst í nýtt húsnæði um miðjan ágúst. Hann telur að margir möguleikar felist í nýja húsnæðinu og tækifæri til að fitja upp á nýungum í starfi skólans. Ekki er um miklar breytingar að ræða hvað varðar starfsfólk skólans. Einn kennari mun hætta af heilsufarsástæðum.  Rætt um menntunarmál kennara tónlistarskóla.

 

4. Önnur mál.

 

  • Skólanefnd óskar Hrönn Ríkharðsdóttur og Sigurði A. Sigurðssyni til hamingju með tilnefningu til foreldraverðlauna Heimilis og skóla vegna ritsins Engill í Paradís sem hefur að geyma ýmis góð ráð handa foreldrum meðan á grunnskólagöngu stendur. Skólanefnd vill leggja sitt af mörkum til að allir foreldrar 5. bekkinga fái þetta rit í tengslum við foreldrafærninámskeið sem eru í skólunum.

 

  • Spurt um málefni leikskóla. Upplýst um að viðbótardeild við Garðasel sem starfsrækt verður í Skátahúsinu við Háholt. Öll börn sem eiga umsókn um leikskólavist og fædd eru 2005 og fyrr fá leikskólavist.

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl.  18:10

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00