Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

71. fundur 23. janúar 2008 kl. 17:30 - 19:45

71. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsalnum miðvikudaginn 23. janúar 2008 kl. 17:30.


 

Mætt á fundi:              Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður

                                 Ingþór B. Þórhallsson, varaformaður

                                 Halla Ingibjörg Guðmundsdóttir

                                 Ingibjörg Valdimarsdóttir,

                                 Gunnar Freyr Hafsteinsson

 

Áheyrnarfulltrúar:

Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri Brekkubæjarskóla

Sigurður A. Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri Grundaskóla

Ásta Huld Jónsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla

Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara

Sigurveig Kristjánsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara

Hjördís Grímarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna

Valdís Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna


              

        

                                

Fundinn sat einnig Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri sem skrifaði fundargerð.

 

1.   Niðurstöður samræmdrar prófa í 4. og 7. bekk haustið 2007. Skólastjórar kynntu niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk og sögðu frá hvernig niðurstöður eru nýttar í skólastarfinu. Arnbjörg sagði frá því að gerð verði grein fyrir hagnýtingu niðurstaðna samræmdra prófa í sérkennslulíkani sem er í smíðum. Sigurður sagði frá vinnulagi í Grundaskóla. Málin rædd.

2.   Písarannsóknin. Þetta er í þriðja sinn sem könnunin er gerð og sýnir að Ísland hefur dregist aftur úr frá fyrri könnun.  Dregið hefur úr kynjahalla sem skýrist aðeins með því að stúlkur hafa dregist meira aftur úr en strákar. Fyrirhugað er að halda kynningarfund um niðurstöður Písarannsóknarinnar.

3.  Könnun meðal foreldra grunnskólabarna. Seinni hluta haustannar var að beiðni skólanefndar lögð fyrir könnun meðal foreldra grunnskólabarna. Könnunin var netkönnun og náðist tæplega 63% svörun. Sambærileg könnun hefur ekki verið lögð fyrir foreldra á Akranesi fyrr. Könnuð voru viðhorf foreldra til ýmissa þátta í skólastarfinu. Einnig gátu foreldrar nefnt þá þætti sem þeir voru ánægðir eða óánægðir með í starfi skólanna. Í heildina eru niðurstöður velviðunandi en skólastjórar munu kanna niðurstöður gaumgæfilega og vinna að umbótum þar sem tilefni gefast. Niðurstöður könnunarinnar mun birtast á næstunni á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Skólanefnd vill þakka foreldrum fyrir þátttökuna og stefnir að því að sambærileg könnun verði gerð annað hvort ár.

4.  Námsgögn. Nú fær hver og einn grunnskóli, til viðbótar við sinn kvóta hjá Námsgagnastofnun, fé til innkaupa á námsgögnum út frá þörfum skólans og hugmyndafræðilegri stefnu. Á þessu ári er búið að greiða samtals 100 milljónir og í framtíðinni verður greitt úr námsgagnasjóði í maí ár hvert. Grunnskólar Akranes eru búnir að fá úthlutað tveimur milljónum. Ráðstöfun á þessu fé er til kaupa á námsgögnum frá lögaðilum og eiga námsgögnin að samrýmast markmiðum aðalnámskrár.   Skólanefndin fagnar þessum fjármunum og beinir því til skólastjórnenda að nýta þá t.d  til bókakaupa fyrir framhaldsskólaáfanga grunnskólanema sem þeir geta fengið lánaðar eins og allar aðrar námsbækur sem þeir nota í grunnskólunum   

Skólanefndin vill einnig beina því til grunnskólanna að kynna vel á heimasíðu sinni þá möguleika sem grunnskólabörn hafa ef þau vilja hraða grunnskólagöngu sinni

5.  Skýrsla starfshóps ?Mat á framtíðarrými leikskóla og grunnskóla á Akranesi og hugsanleg skólaþróun.  Starfshópur sem í sátu Eydís Aðalbjörnsdóttir, Karen Jónsdóttir og Hrönn Ríkharðsdóttur skilaði af sér skýrslu til bæjarráðs sl. vor. Skýrslan rædd og einnig þær forsendur sem lágu til grundvallar þeim valkostum sem settir voru fram. Fólksfjölgun á yfirstandandi ári er mun meiri en gert var ráð fyrir í skýrslunni. Forsendur eru því brostnar. Málin rædd.

6.  Önnur mál.

Skólanefnd vill líka fagna þróunarsjóði námsgagna sem stofnaður var á síðasta ári með þeirri ósk að skólar á Akranesi eigi eftir að nýta sér hann.  Sjóðnum er ætlað að styðja við nýsköpun og þróun í samningu og útgáfu námsefnis fyrir öll skólastigin; leik-, grunn- og framhaldsskóla.  Með því að stofna einn sjóð er leitast við að tryggja betri yfirsýn og nýtingu fjármuna, sem varið er til þróunar og nýsköpunar í gerð námsgagna.  Jafnframt auðveldar það meiri samfellu og sveigjanleika milli skólastiga, stuðlar að fjölbreytni í skólastarfi og kemur betur til móts við þarfir ólíkra nemenda og eflir einstaklingsmiðað nám.

 

Undirritaðir fulltrúar í skólanefnd leggja fram eftirfarandi bókun á fundi skólanefndar 23.jan.?08:  Eitthvað hefur borið á því að málefni leik- og grunnskóla bæjarins hafi komið til ákvörðunar hjá bæjarstjórn og bæjarráði án þess að þau mál hafi komið til umfjöllunar í skólanefnd.  Við teljum það óásættanlegt að slíkar vinnuaðferðir séu viðhafðar.  Skv. reglum og samþykktum bæjarins skulu öll þau mál sem heyra að skólamálum bæjarins vera lögð fyrir skólanefnd til umfjöllunar áður en þau eru tekin fyrir í bæjarstjórn.  Því förum við fram á að unnið sé mjög faglega að þessum mikilvæga málaflokki og að skólanefndin fái öll stærri mál sem tilheyra skólamálum fyrst inn á borð til sín til umfjöllunar áður en ákvarðanir eru teknar í bæjarráði og bæjarstjórn.

Halla Guðmundsdóttir

Ingibjörg Valdimarsdóttir

 

Hjördís Grímarsdóttir vildi vekja athygli á að foreldrafélög leikskólanna hafa sent samantekt á gjaldskrám leikskóla í nokkrum sveitarfélögum  til bæjarráðs. Óskað er skýringa á hvers vegna gjaldskrá leikskóla á Akranesi er hærri en í nágrannasveitarfélögum og ástæður hækkunar um áramót.

 

Sigurður lagði fram eftirfarandi bókun. Athygli skólanefndar og bæjaryfirvalda er vakin á því að nauðsynlegt er að bregðast nú þegar við vaxandi nemendafjölda í Grundaskóla. Einnig verði endurbótum í verknámsálmu ekki frestað lengur en orðið er.

 

       

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl.  19:45

 

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00