Skólanefnd (2000-2008)
72. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsalnum miðvikudaginn 6. febrúar 2008 kl. 17:30.
Mætt á fundi: Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður
Ingþór B. Þórhallsson, varaformaður
Halla Ingibjörg Guðmundsdóttir
Ingibjörg Valdimarsdóttir,
Gunnar Freyr Hafsteinsson
Áheyrnarfulltrúar:
Sigurður A. Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri Grundaskóla
Björg Jónsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra
Ásta Huld Jónsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla
Sigurveig Kristjánsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara
Hjördís Grímarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
Valdís Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
Fundinn sat einnig Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri sem skrifaði fundargerð.
Í upphafi fundar var vakin athygli á því að 6. febrúar er tileinkaður leikskólanum, börnum hans og málefnum. En Félag leikskólakennara, menntamálaráðuneytið, Heimili og skóli ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa sameinast um þessa tileinkunn. En 6. febrúar verður framvegis tileinkaður leikskólunum.
2. Námskeiðsdagur starfsfólks leikskóla. Á fundi skólanefndar 5. desember 2006 heimilaði skólanefnd að leikskólarnir gætu nýtt þrjá daga á hverju skólaári til skipulags og fræðslu í stað tveggja áður. Ákvörðunin um þriðja daginn var eingöngu tekin til eins árs. Reynsla að viðbótardeginum er góð og óska leikskólastjórar eindregið eftir að tekin verði ákvörðun um að framvegis hafi leikskólastjórar þrjá daga til umráða til fræðslu og skipulags. Skólanefnd samþykkir tillögu leikskólastjóranna.
3. Ársskýrsla um faglegt starf í leikskólum 2006 ?2007 ? Rekstrarskýrsla leikskóla haustið 2007. Skýrslan lögð fram.
4. Húsnæðismál leikskólans Garðasels. Bæjarráð hefur falið skólanefnd að undirbúa flutning leikskólastarfs úr Selinu sem hefur verið starfrækt við Garðasel til bráðabirgða. Rætt um hvenær Selið verður tekið úr notkun sem leikskólahúsnæði. Skólanefnd leggur til að leikskólastarfi verði hætt í Selinu frá og með 1. ágúst. Og í framhaldi af því telur skólanefnd skynsamlegan kost í stöðunni að Selið verði nýtt fyrir Grundaskóla skólaárið 2008 ? 2009. Nýting Selsins og aðlögun að grunnskólastarfi verður gerð í samráði við skólastjórnendur Grundaskóla. Selið er 113 fermetrar og var nýtt sem tvær kennslustofur í FVA. Leikskólastarf í nýja leikskólanum við Ketilsflöt mun hefjast 1. ágúst og verða þá þrjár deildir teknar í notkun. Seinni þrjár deildirnar verða teknar í notkun 1. janúar 2009. Skólanefnd mun leita úrlausna ef fyrirliggjandi leikskólarými verða ekki nægjanleg. Einnig kom fram að í undirbúningi er að ráðast í endurbætur í lóð Garðasels á komandi sumri.
5. Verkefnisstyrkur leikskóla 2008. Ein umsókn barst um verkefnastyrk leikskóla frá leikskólanum Garðaseli. Styrkurinn yrði nýttur til að búa til deildarnámskrár. Skólanefnd samþykkir að verkefnisstyrkurinn renni til Garðasels.
6. Önnur mál.
v Bréf frá menntamálaráðuneytinu þar sem upplýst er um að ráðuneytið mun gera úttekt á sjálfsmatsaðferðum Brekkubæjarskóla. Lagt fram
v Bréf bæjarráðs frá 30. janúar sl. þar sem bæjarráð hefur móttekið upplýsingar frá skólastjórum grunnskólanna um nemendafjölda í árgangi, kennslurými og nýtingu þess. Bæjarráð óskar eftir framtíðarsýn skólanefndar á húsnæðisþörf grunnskólanna á næstu árum. Lagt fram.
v Skólanefnd hefur ákveðið að senda starfshópi í FVA, sem fjallar um samvinnu grunn- og framhaldsskóla, upplýsingar um viðhorf foreldra grunnskólabarna til þess að grunnskólanemendur stundi alfarið nám í framhaldsskóla sbr. foreldrakönnun sem lögð var fyrir á síðustu haustönn. Í könnuninni kom fram að 53% foreldra er mjög eða frekar sammála því að 15 ára ungmenni geti byrjað í fullu námi í framhaldsskóla.
v Björg upplýsti um hvernig verkefnið Heimspeki og tónlisti hefur þróast á síðasta ári en verkefnið fékk verkefnisstyrkinn á síðasta ári.
v Ásta upplýsti að þrír nemendur frá Akranesi hafa komið áfram í pönklagakeppni á Rás 2 og eru nú í þriggja laga úrslitum.