Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

73. fundur 25. febrúar 2008 kl. 17:30 - 18:30

73. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsalnum miðvikudaginn 25. febrúar 2008 kl. 17:30.

_____________________________________________________________

 

Mætt á fundi:              Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður

                                 Ingþór B. Þórhallsson, varaformaður

                                 Halla Ingibjörg Guðmundsdóttir

                                 Ingibjörg Valdimarsdóttir,

                                 Gunnar Freyr Hafsteinsson

 

Áheyrnarfulltrúar:

Sigurður A. Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri Grundaskóla

Björg Jónsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra

Sigrún Þorbergsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara

Sigurveig Kristjánsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara

Hjördís Grímarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna

Valdís Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna

                                

                                

Fundinn sat einnig Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri og Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri sem skrifaði fundargerð.

_____________________________________________________________

 

1.   Nýr grunnskóli. Tillaga skólanefndar.

     Við fjárhagsáætlunargerð vegna  ársins 2008 samþykkti bæjarstjórn að

     veita fjármunum til hönnunar nýs grunnskóla. Bæjarráð óskaði á fundi

     sínum 24. janúar sl. eftir framtíðarsýn skólanefndar varðandi  

     húsnæðisþörf grunnskólanna á næstu árum.

     Skólanefnd hefur fjallað um málið og reynt að leggja mat 

     á húsnæðisþörf til næstu ára. Ljóst er að nemendafjöldi í Grundaskóla

     er of mikill og Brekkubæjarskóli er fullsetinn.

     Skólanefnd leggur því til við bæjarráð að hafist verði handa við hönnun

     grunnskóla í Skógahverfi. Gert verði ráð fyrir að þar rísi bæði  h

     heildstæður grunnskóli og leikskóli eins og aðalskipulag gerir ráð fyrir.

     Skólanefnd telur að byrja eigi á fyrsta áfanga grunnskóla sem þjóni  

     yngstu nemendum sem fyrst. Fyrsti áfanginn verði skipulagður fyrir um

     200 nemendur og stefnt verði að því að hann verði tilbúinn haustið

     2009. Síðan verði íbúaþróun að leiða í ljós hvenær þörf verður á að

     byggja næstu áfanga.

 

2.   Málefni leikskóla.

      Innritun leikskólabarna vorið 2008. Svala Hreinsdóttir upplýsti að öllum

      foreldrum sem eiga börn fædd 2006, sem eiga umsókn, hefur verið

      sent bréf þar sem þeir eru upplýstir um hvernig staðið verður að

      innritun að vori og þeir beðnir um að gera viðvart ef einhverjar

      breytingar eru frá fyrirliggjandi umsókn.

 

3.   Önnur mál.

      Björg óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað: ?Varðandi bókun frá

      bæjarráðsfundi 21. febrúar s.l., langar  mig, sem fulltrúi leikskólastjóra

      í skólanefnd, að gera athugasemd og taka fram, að leikskólastjórar í

      Teigaseli, Garðaseli og Vallarseli kannast ekki við að starf

      leikskólastjóra hafi verið auglýst innan leikskóla Akraneskaupstaðar

      eða að beiðni hafi borist um það. 

 

      Þegar ljóst var að Garðasel segði sig frá því sl. sumar að taka  

      Skátaselið að sér sem 5. deildina var það rætt á mánaðarlegum

      leikskólastjórafundi á skólaskrifstofu að finna þyrfti aðila til að taka að

      sér þetta verkefni.  Á þessum tímapunkti var aldrei rætt um stöðu

      leikskólastjóra nýs leikskóla. 

 

      Því er ekki farið með rétt mál í fundargerð frá bæjarráði í liðinnni

      viku.?  

 

     Skólanefnd óskar starfsfólki sérdeildar Brekkubæjarskóla til hamingu   

     með að vera tilnefnd til íslensku samfélagsverðlaunanna vegna starfs

     síns.

 

     Sigurður Arnar gerði að umtalsefni að nokkur sveitarfélög á höfuð-

     borgarsvæðinu hafa ákveðið að umbuna starfsfólki skóla með ýmsum

     hætti á skólaárinu. Sigurður spurði hvort bæjaryfirvöld á Akranesi

     hefðu í huga að gera eitthvað svipað.

 

 

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl.  18:30

 

 

 

 

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00