Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

80. fundur 03. nóvember 2008 kl. 17:30 - 19:00

80. fundur skólanefndar Akraness haldinn í Akraseli mánudaginn 3. nóvember 2008 kl. 17:30.


 Mætt á fundi:    Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður

                        Ingibjörg Valdimarsdóttir

                        Díana Carmen Llorens, varamaður

 Áheyrnarfulltrúar:

Guðbjörg Þórisdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla

Valdís Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna

Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna

Guðbjörg Gunnarsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra

Arnbjörg Stefánsdóttir, fulltrúi grunnskólastjóra                                                            

Fundinn sat einnig Svala Hreinsdóttir, verkefnisstjóri og Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri sem skrifaði fundargerð.

 


 1.    Ragnheiður Þorgrímsdóttir mætti á fundinn og kynnti dagskrá og aðstæður að Kúludalsá. Ragnheiður kynnti verkefni sem hún hefur verið að þróa og nefnist umhverfisstígur. Hún er að vinna að námsdagskránni ?Námshestar?.

 2.    Drög að endurskoðuðum verklagsreglum fyrir leikskóla. Með fundarboði voru send ný drög að verklagsreglum fyrir leikskóla. Helsta breytingin er sú að gert er ráð fyrir að öll börn sem orðin eru 18 mánaða þegar leikskólaárið hefst 1.september ár hvert standi til boða leikskóladvöl. Þessi breyting tekur gildi þegar innritað verður næsta vor. Inn í verklagsreglur er einnig komin samþykkt um aukinn systkinaafslátt frá 1. ágúst sl. en afslátturinn er 50% vegna annars systkinis og 75% vegna þriðja systkinis. Skólanefnd samþykkir að vísa verklagsreglunum til bæjarráðs til staðfestingar.

3.    Sérfræðiþjónusta skóla.Ársskýrsla vegna skólaársins 2007 ? 2008 fylgdi fundarboði. Birgir Þór Guðmundsson kynnti helstu þætti starfseminnar.

 4.    Ársskýrsla fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs lögð fram. Svala Hreinsdóttir gerði grein fyrir efni skýrslunnar sem send var með fundarboði.

 5.    Önnur mál.

 

Fundi slitið kl. 19:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00