Starfshópur um atvinnumál (2011-2013)
24. fundur starfshóps um atvinnumál, haldinn í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18, 28. nóvember 2012 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Hörður Svavarsson, aðalmaður
Ólafur Adolfsson, aðalmaður
Sævar Freyr Þráinsson, aðalmaður
Guðni Tryggvason, aðalmaður
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Guðjón Steindórsson, verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Guðjón Steindórsson, verkefnastjóri.
Fyrir tekið:
1. 1209084 - Vaxtasamningur Vesturlands
Fundarmenn upplýstir um stöðu mála varðandi umsókn Sementsverksmiðjunnar í Vaxtasamning Vesturlands en fyrirtækið er að vinna að umsókn með aðstoð Akraneskaupstaðar varðandi skoðun á nýtingu ónotaðs húsnæðis þeirra.
2. 1210202 - Íþróttahús - tækjakaup, fyrirkomulag o.fl. vegna viðburða
Málið er í vinnslu. Verið að vinna að viðskiptaáætlun í kringum verkefnið sem verður kynnt síðar.
3. 1205062 - Þróunar- og nýsköpunarfélag Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Akraness, Borgarbyggðar og Faxaflóahafna.
Kynning á drögum að samþykktum / skipulagsskrá þróunarfélagsins.
Verkefnastjóri kynnti fundarmönnum fyrstu drög að skipulagsskrá þróunar- og nýsköpunarfélagsins. Stefnt að því að klára þá vinnu um áramótin.
4. 1211075 - Almenningssamgöngur / leigubílaakstur - athugasemd vegna breytinga á reglugerð.
Tölvupóstur Haraldar Ólasonar dags. 8. nóvember 2012 og bréf Ólafs Jón Guðmundssonar og Svans Jónssonar dags. 15. nóvember 2012, vegna breytinga á reglugerð um almenningssamgöngur.
Fundarmenn óska eftir því að verkefnastjóri afli frekari upplýsinga um málið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:45.