Fara í efni  

Starfshópur um Breið (2014-2015)

4. fundur 02. desember 2014 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Einar Brandsson formaður
Starfsmenn
  • Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Starfshópur um Breið

1409230

1. Landfylling bak við aðalhafnargarðinn á Akranesi. Til viðræðna við starfshópinn undir þessum lið komu Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Gísli Gíslason kynnti hugmyndir Faxaflóahafna varðandi framkvæmd og málsmeðferð varðandi væntanlega landfyllingu. 2. Landfyllingar á Akranesi Fyrir liggur beiðni bæjarráðs um umsögn starfshóps varðandi erindi Faxaflóahafna dagsett 14.11.2014, ásamt minnisblaði aðstoðarhafnarstjóra, þar sem landfyllingar á Akranesi eru kynntar. Starfshópur tekur undir framkomnar hugmyndir í ofangreindu minnisblaði um fyrstu drög að útfærslu landfyllingar. Starfshópur vill jafnframt beina því til bæjarráðs að við nánari útfærslu landfyllingar verði tekið tillit til eftirfarandi: A) Skarfavör fái að halda sér í óbreyttri mynd. B) Framkvæmd hafi ekki neikvæð áhrif á Langasand. Starfshópur leggur til við bæjarráð að Akraneskaupstaður fari í formlegar viðræður við Faxaflóahafnir um framkvæmd landfyllingar. 3. Drög á landnotkun á Breiðarsvæði Farið var yfir framlögð drög um landnotkun á Breiðarsvæði.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00