Starfshópur um uppbyggingu á Jaðarsbökkum
4. fundur
25. apríl 2023 kl. 13:00 - 14:00
í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
- Líf Lárusdóttir aðalmaður
- Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
- Magnea Þórey Hjálmarsdóttir formaður
- Daníel Rúnarsson aðalmaður
- Heimir Fannar Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
- Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
- Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
- Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði:
Valdís Eyjólfsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.Uppbygging við Jaðarsbakka - Starfshópur
2303156
Farið yfir stöðuna á vinnu við greiningu á mögulegri uppbyggingu á Jaðarsbökkum og drög að verkefnalýsingu sem mun liggja til grundvallar skipulagslýsingu.
Fundi slitið - kl. 14:00.
Rætt var um að klára verkefnalýsingu sem ætlað er að ná utan um og gefa grófa mynd af þeim hugmyndum sem ræddar hafa verið. Þá var rætt um skipulagslýsingu sem verður gerð af hönnuði og byggir á verkefnalýsingunni, en skipulagslýsing er einnig gróf lýsing á skipulagi á svæðinu en er meira staðlað skjal sem skal útbúa skv. formlegu skipulagsferli. Stefnt er að því að verkefna- og skipulagslýsing fari fyrir skipulags- og umhverfisráð í maí. Bæði verkefnalýsing og skipulagslýsing eru eingöngu í textaformi, engin vinna er hafin við að teikna upp hugsanlega uppbyggingu á svæðinu.
Næstu skref rædd, farið yfir tímalínu og verkefni sett á aðila í starfshóp sem vinna þarf fram að næsta fundi sem verður 9.maí 2023.