Fara í efni  

Starfshópur um uppbyggingu á Jaðarsbökkum

11. fundur 29. ágúst 2023 kl. 12:00 - 14:00 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Magnea Þórey Hjálmarsdóttir formaður
  • Daníel Rúnarsson aðalmaður
  • Guðmunda Ólafsdóttir aðalmaður
  • Heimir Fannar Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Uppbygging við Jaðarsbakka - Starfshópur

2303156

Á fundinn mæta hönnunarstofurnar þrjár sem samþykkt hefur verið að vinni að tillgöum að frumhönnun Jaðarsbakkasvæðisins. Formaður starfshópsins mun kynna vinnu hópsins og helstu niðurstöður. Tilgangurinn er að veita hönnunarstofunum veganesti inn í sína vinnu varðandi hvaða stefnu er verið að setja fyrir svæðið og hvað er lagt áherslu á.

Jafnframt geta hönnunarstofurnar á fundinum spurt út í atriði sem þeim finnst ekki skýr eða komið öðru á framfæri varðandi verkefnið.
Að lokinni kynningu starfshópsins fyrir hönnunarstofurnar var spurningum stofanna svarað og góðar umræður urðu um verkefnið. Tengiliður hönnunarstofanna meðan á vinnu þeirra stendur er skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaðar. Stofurnar skila tillögum sínum að frumhönnun svæðisins þann 10. október 2023.

Hönnunarstofurnar munu kynna tillögur sínar á opnum kynningarfundi í lok október, en það á eftir að ákveða dagsetningu. Á sama fundi kynnir starfshópurinn sína vinnu.

Starfshópurinn hittist í næstu viku til að leggja lokahönd á skilagögn hópsins.

Fundi slitið - kl. 14:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00