Starfshópur um uppbyggingu á Jaðarsbökkum
Dagskrá
1.Uppbygging við Jaðarsbakka - Starfshópur
2303156
Á fundinn mæta hönnunarstofurnar þrjár sem samþykkt hefur verið að vinni að tillgöum að frumhönnun Jaðarsbakkasvæðisins. Formaður starfshópsins mun kynna vinnu hópsins og helstu niðurstöður. Tilgangurinn er að veita hönnunarstofunum veganesti inn í sína vinnu varðandi hvaða stefnu er verið að setja fyrir svæðið og hvað er lagt áherslu á.
Jafnframt geta hönnunarstofurnar á fundinum spurt út í atriði sem þeim finnst ekki skýr eða komið öðru á framfæri varðandi verkefnið.
Jafnframt geta hönnunarstofurnar á fundinum spurt út í atriði sem þeim finnst ekki skýr eða komið öðru á framfæri varðandi verkefnið.
Fundi slitið - kl. 14:00.
Hönnunarstofurnar munu kynna tillögur sínar á opnum kynningarfundi í lok október, en það á eftir að ákveða dagsetningu. Á sama fundi kynnir starfshópurinn sína vinnu.
Starfshópurinn hittist í næstu viku til að leggja lokahönd á skilagögn hópsins.