Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

18. fundur 26. maí 2009 kl. 17:00 - 18:20

18. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn þriðjudaginn 26. maí 2009 í fundarherbergi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.

_____________________________________________________________ 

Mættir:                  Þorgeir Jósefsson, formaður

Bergþór Ólason, varaformaður

Margrét Snorradóttir, aðalmaður

Valgarður L. Jónsson, aðalmaður

Hjördís Garðarsdóttir, aðalmaður

Arnheiður Hjörleifsdóttir, aðalmaður, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar.

Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð.

_____________________________________________________________ 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fyrir tekið:

1.   Ársreikningur Byggðasafnsins í Görðum

Jón Allansson, forstöðumaður Byggðasafnsins og Jóhann Þórðarson, endurskoðandi Akraneskaupstaðar mættu til fundarins. 

Jóhann fór yfir ársreikninginn sem síðan var lagður fram til samþykkis stjórnar Akranesstofu. Stjórn og forstöðumaður samþykkja ársreikninginn með undirskrift sinni.

Stjórnin bendir á að ekki er verið að samþykkja ársskýrslu safnsins þar sem hún liggur ekki fyrir.

Tillagan er  samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Hjördís óskar eftir að bókað sé að hún sitji hjá við atkvæðagreiðsluna.

Jón og Jóhann yfirgáfu fundinn að afgreiðslu lokinni, kl. 18:10.

2.   Önnur mál

a.   Starfslok Guttorms Jónssonar á Byggðasafninu í Görðum

Nýverið lét Guttormur Jónsson, starfsmaður Byggðasafnsins í Görðum af störfum eftir áralangt og árangursríkt starf á safninu.

Stjórn Akranesstofu færir Guttormi innilegar þakkir fyrir dygga þjónustu í tæpa þrjá áratugi og óskar honum velfarnaðar á komandi árum. 

b.   Bíóhöllin

Bréf bæjarráðs Akraness frá 22. maí 2009.

Verkefnisstjóra falið að útbúa auglýsingu í samráði við formann.

c.   Fjármálastjórn Akraneskaupstaðar

Bréf frá bæjarstjóra varðandi fjármálastjórn Akraneskaupstaðar, dags. 26. maí 2009.

Lagt fram.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00