Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

44. fundur 27. júní 2011 - 18:07

44. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18,

 mánudaginn 27. júní 2011 og hófst hann kl. 17:00

 

 

Fundinn sátu:

Gunnhildur Björnsdóttir, formaður

Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður

Þorgeir Jósefsson, aðalmaður

Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri

Guðríður Sigurjónsdóttir, varamaður

Elsa Lára Arnardóttir, varamaður

Hannesína A Ásgeirsdóttir, varamaður

Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri 

Fundargerð ritaði:  Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.

 

Fyrir tekið:

 

1.

1106156 - Keltneskt fræðasetur á Akranesi

Verkefnastjóri kynnti hugmyndir um stofnun fræðaseturs í keltneskum fræðum á Akranesi.

Stjórn Akranesstofu leggur til við bæjarráð að stofnað verði keltneskt fræðasetur á Akranesi, sem byggir m.a. á þeim hugmyndum sem Þorvaldur Friðriksson, fornleifafræðingur hefur lagt fram um starfsemi, markmið og áherslur slíks fræðaseturs. Horft verði til gömlu húsanna á Safnasvæðinu sem ákjósanlega staðsetningu.

 

2.

1106157 - 70 ára afmæli Akraneskaupstaðar 2012

Þann 26. janúar nk. verða liðin 70 ár frá því Akraneskaupstaður öðlaðist kaupstaðarréttindi.

Stjórn Akranesstofu leggur til við bæjarráð að skipuð verði nefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa hátíðahöld og viðburði til að minnast þessara tímamóta í sögu bæjarins.

 

3.

1104150 - Írskir dagar á Akranesi 1. - 3. júlí 2011

Verkefnastjóri gerði grein fyrir undirbúningi, dagskrá og öðrum þáttum hátíðarinnar.

Stjórn Akranesstofu vonar að bæjarbúar og gestir njóti skemmtilegra Írskra daga.

 

4.

0903133 - Kútter Sigurfari - staða mála

Verkefnastjóri gerði grein fyrir fundi sem haldinn var með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins þann 22. júní sl. en fundinn sátu af hálfu bæjarins þeir Árni Múli Jónasson, Gísli Gíslason og Tómas Guðmundsson.

Stjórn Akranesstofu felur verkefnastjóra að ganga frá erindi til ráðuneytins þar sem verkefnið er brotið upp í nánari verkþætti ásamt kostnaðaráætlun til þess að leggja fyrir ráðuneytið á ný.

 

5.

1008055 - Norðurlandameistaramót í eldsmíði 2012 - styrkbeiðni

Erindi Guðmundar Sigurðssonar varðandi Norðurlandameistaramót í eldsmíði.

Stjórn Akranesstofu vísar til fyrri samþykktar sinnar frá 33. stjórnarfundi sem haldinn var þann 7. september 2010 en vísar málinu að öðru leiti til bæjarráðs til frekari afgreiðslu.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:07

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00