Stjórn Akranesstofu (2008-2013)
44. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18,
mánudaginn 27. júní 2011 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Gunnhildur Björnsdóttir, formaður
Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri
Guðríður Sigurjónsdóttir, varamaður
Elsa Lára Arnardóttir, varamaður
Hannesína A Ásgeirsdóttir, varamaður
Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.
Fyrir tekið:
1106156 - Keltneskt fræðasetur á Akranesi | ||
Verkefnastjóri kynnti hugmyndir um stofnun fræðaseturs í keltneskum fræðum á Akranesi. | ||
Stjórn Akranesstofu leggur til við bæjarráð að stofnað verði keltneskt fræðasetur á Akranesi, sem byggir m.a. á þeim hugmyndum sem Þorvaldur Friðriksson, fornleifafræðingur hefur lagt fram um starfsemi, markmið og áherslur slíks fræðaseturs. Horft verði til gömlu húsanna á Safnasvæðinu sem ákjósanlega staðsetningu. | ||
|
||
2. |
1106157 - 70 ára afmæli Akraneskaupstaðar 2012 | |
Þann 26. janúar nk. verða liðin 70 ár frá því Akraneskaupstaður öðlaðist kaupstaðarréttindi. | ||
Stjórn Akranesstofu leggur til við bæjarráð að skipuð verði nefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa hátíðahöld og viðburði til að minnast þessara tímamóta í sögu bæjarins. | ||
|
||
3. |
1104150 - Írskir dagar á Akranesi 1. - 3. júlí 2011 | |
Verkefnastjóri gerði grein fyrir undirbúningi, dagskrá og öðrum þáttum hátíðarinnar. | ||
Stjórn Akranesstofu vonar að bæjarbúar og gestir njóti skemmtilegra Írskra daga. | ||
|
||
4. |
0903133 - Kútter Sigurfari - staða mála | |
Verkefnastjóri gerði grein fyrir fundi sem haldinn var með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins þann 22. júní sl. en fundinn sátu af hálfu bæjarins þeir Árni Múli Jónasson, Gísli Gíslason og Tómas Guðmundsson. | ||
Stjórn Akranesstofu felur verkefnastjóra að ganga frá erindi til ráðuneytins þar sem verkefnið er brotið upp í nánari verkþætti ásamt kostnaðaráætlun til þess að leggja fyrir ráðuneytið á ný. | ||
|
||
5. |
1008055 - Norðurlandameistaramót í eldsmíði 2012 - styrkbeiðni | |
Erindi Guðmundar Sigurðssonar varðandi Norðurlandameistaramót í eldsmíði. | ||
Stjórn Akranesstofu vísar til fyrri samþykktar sinnar frá 33. stjórnarfundi sem haldinn var þann 7. september 2010 en vísar málinu að öðru leiti til bæjarráðs til frekari afgreiðslu. | ||
|
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:07