Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

1. fundur 28. janúar 2002 kl. 10:30 - 12:30

1. fundur. Ár 2002, mánudaginn 28. janúar, kom stjórn Grundartangahafnar saman til fundar í fundarsal í Stjórnsýsluhúsinu, Stillholti 16-18, 3.hæð og hófst fundurinn kl. 10:30.

Mættir voru: Sturlaugur Haraldsson, formaður,
 Herdís Þórðardóttir,
 Marinó Tryggvason,
 Ágúst Hjálmarsson,
 Kristmar Ólafsson.

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri Grundartangahafnar.

Fyrir tekið:

1. Fundarboð, fundargerðir og fundartími.
Farið yfir ýmis atriði varðandi ritun fundargerða, útsendingu þeirra, fundartíma og fundarboðun.

2. Samningur við Klafa ehf. og Akraneshöfn ásamt minnisatriðum með samningnum.
Formaður fór yfir samninginn og fylgiskjal með honum.  Ýmis atriði voru rædd, m.a. leiga a tveimur herbergjum í skrifstofubyggingu IJ vegna starfsemi hafnarinnar og tollgæslu.    Stjórnin samþykkir samninginn og heimilar formanni að ganga frá fylgiskjali hans.

3. Minnisblað Gísla Gíslasonar vegna Grundartangahafnar.
Stjórnin samþykkir að stefna að þátttöku í Sjávarútvegssýningunni í samvinnu við Akraneshöfn.  Samþykkt einnig að heimla hafnarstjóra að ganga til samninga við Nepal um uppsetningu á heimasíðu Grundartangahafnar.

4. Vegtenging af þjóðvegi á iðnaðarsvæðið á Grundartanga.
Formaður gerði grein fyrir fundi með samgönguráðherra, fulltrúum Norðuráls og Íslenska Járnblendifélagsins.

5. Vatnsmál á Grundartanga.
Hafnarstjóra falið að kanna með möglega vatnsöflun fyrir hafnarsvæðið.

6. Jarða- og lóðamál. Umsókn Sláturfélags Suðurlands, dags. 24.1.2002, um lóð nr. 4 við Grundartangahöfn.
Formaður gerði grein fyrir stöðu mála varðandi Klafastaði og er honum og hafnarstjóra falið að ræða við eiganda landsins.  Hafnarstjóra falið að ganga frá lóðarleigusamningi við Sláturfélags Suðurlands enda verði um að ræða samning til 7 ? 10 ára.

7. Starfslok Péturs Baldurssonar.
Málið rætt.  Formanni falið að ganga frá málinu.

8. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 21.12.2001 þar sem óskað er umsagnar um drög að starfsleyfi fyrir fiskeldi.
Samþykkt að afla frekari upplýsinga um málið og leggja fyrir næsta fund.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00