Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

13. fundur 28. apríl 2003 kl. 16:00 - 17:30

13. fundur.  Ár 2003, mánudaginn 28. apríl, kom stjórn Grundartangahafnar saman til fundar á bæjarskrifstofunni við Stillholt 16-18, og hófst hann kl. 16:00.


Mættir voru: Sigurður Sverrir Jónsson,
 Gunnar Sigurðsson,
 Sigurður Valgeirsson,
 Guðni Tryggvason,
 Ásbjörn Sigurgeirsson.
Áheyrnarfulltrúi: Helgi Þórhallsson.

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri Grundartangahafnar.


Fyrir tekið:

 

1. Viðræður við hafnarstjórn Akraness um ný hafnarlög, sameiginleg málefni o.fl.
Hafnarstjóri fór yfir nýsamþykkt hafnarlög.  Umræður urðu um einstök
ákvæði hafnarlaga auk þess sem rætt var um ýmis sameiginleg mál
hafnanna.

 

2. Undirbúningur fulltrúaráðsfundar 9. maí n.k.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu og er honum falið ásamt formanni að undirbúa fundinn.

 

3. Staða mála varðandi fyrirspurn um matsskyldu stækkunar Grundartangahafnar.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir ákvörðun Skipulagsstofnunar þar sem fram kemur að stækkun Grundartangahafnar sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Ákvörðunin verður birt í Morgunblaðinu föstudaginn 2. maí og er kærufrestur því til 30. maí. Í úrskurðinum kemur fram að breyta þurfi aðal- og deiliskipulagi svæðisins áður en hægt sé að óska eftir framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar auk þess sem minnt er á leggja þurfi fram áætlun um efnistöku þar ekki liggi fyrir leyfi.

 

4. Staða mála varðandi Klafastaði.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við eiganda Klafastaða, Guðmund
Sigvaldason.  Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við
það sem rætt var á fundinum.

 

5. Stækkun Grundartangahafnar.
Hafnarstjórn samþykkir að stefna að lengingu viðlegukants hafnarinnar um 250 metra enda verði af framkvæmdum við stækkun Norðuráls.  Stefnt verði að því að framkvæmd verksins verði lokið á árinu 2005.  Hafnarsjóra er falið að undirbúa framhald málsins m.a. að leggja fram tillögu að forsendum hönnunar, kostnaðaráætlun verksins, áætlun um verktíma, arðsemi fjárfestingarinnar og áætlun um fjármögnun.

 

6. Ávöxtun hafnarsjóðs.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sínum við Birgi Jónsson, útibússtjóra Landsbanka Íslands og samþykkir hafnarstjórnin tillögu hafnarstjóra varðandi ávöxtun hafnarsjóðsins.


7. Urðunarmál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir fundi með fulltrúum Íslenska Járnblendifélagsins, Norðuráls og Umhverfisstofnun varðandi urðun á hafnarsvæðinu.  Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að vinna að málinu á grundvelli þeirra umræðna sem áttu sér stað.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl.17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00