Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

15. fundur 25. ágúst 2003 kl. 11:00 - 12:15

15. fundur.  Ár 2003, mánud. 25. ágúst, kom stjórn Grundartangahafnar saman til fundar á skrifstofu Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, Akranesi, og hófst hann kl. 11:00.


Mættir voru: Sigurður Sverrir Jónsson,
 Gunnar Sigurðsson,
 Sigurður Valgeirsson,
 Ásbjörn Sigurgeirsson.
Varafullúi: Guðmundur Páll Jónsson.
Áheyrnarfulltrúi: Helgi Þórhallsson.

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri Grundartangahafnar.


Fyrir tekið:
 
1. Erindi Ólafs Arnbjörns Sigurðssonar lögfræðings, f.h. Norðuráls hf., ásamt drögum að samningi um hafnarmál.

Um er að ræða breyttan veðvörsluaðila, en ekki efnisbreytingu á eldri samningi.  Hafnarstjóra falið að undirrita samninginn.

 

2. Málefni Klafa ehf., þjónustusamningar um rekstur hafnarinnar, endurskoðun og fleira.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir ýmsum atriðum varðandi málið.

 

3. Málefni Klafastaða.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir því að greinargerðir hafa verið lagðar fram í
matsmáli sem samkomulag er um milli eiganda Klafastaða og
Grundartangahafnar.  Matsgerð er væntanleg næstu daga.

 

4. Stækkun Grundartangahafnar.
Farið var yfir stöðu málsins.  Hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar falið að
ræða við fulltrúa Siglingastofnunar um hönnun stækkunar hafnarinnar.

 

5. Ný vegtenging á hafnarsvæðið og skipulagsmál.
Hafnarstjóri lagði fram uppdrátt frá Magnúsi H. Ólafssyni, arkitekt.  Farið var
yfir stöðu málsins og er hafnarstjóra falið að fylgja málinu eftir við
Vegagerðina.

 

6. Lóðamál.
Gerð var grein fyrir fyrirspurnum um lóðir á hafnarsvæðinu og var það mál rætt.

 

7. Öryggismál.
Gerð var grein fyrir nýjum öryggisreglum varðandi rekstur hafna og nauðsyn þess að Grundartangahöfn sinni þeim þætti.  Hafnarstjóra falið í samvinnu við Akraneshöfn að leita eftir aðila til að gera úttekt á stöðu mála og þeim aðgerðum sem nauðsynlegt er að ráðast í.

 

8.    Viðhaldsframkvæmdir.
Lagt var fram tilboð í malbiksyfirlögn á hafnarsvæðinu og er samþykkt að  ráðast í verkefnið.

 

9.    Vatnsmál.
Hafnarstjóra falið að kanna stöðu mála gagnvart Orkuveitu Reykjavíkur varðandi möguleika á framtíðar vatnsöflun fyrir hafnarsvæðið.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:15

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00