Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

16. fundur 22. október 2003 kl. 10:00 - 12:00

16. fundur.  Ár 2003, miðvikud. 22. október, kom stjórn Grundartangahafnar saman til fundar á skrifstofu Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, og hófst hann kl. 10:00.


Mættir voru: Sigurður Sverrir Jónsson,
 Gunnar Sigurðsson,
 Sigurður Valgeirsson,
 Ásbjörn Sigurgeirsson,
 Guðni Tryggvason.
Áheyrnarfulltrúi: Helgi Þórhallsson.

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri Grundartangahafnar.


Fyrir tekið:

 

1. Rekstur Grundartangahafnar, skipulag og samningar um rekstur.
Á liðnum misserum hefur rekstrarumhverfi Grundartangahafnar breyst og aukist.  Ljóst er að framundan eru stór verkefni og auknar skyldur sem bregðast þarf við, svo sem stækkun hafnarinnar, innleiðing reglugerðar um hafnavernd, skipulagning hafnarsvæðisins m.a. vegna kaupa á Klafastöðum og fleira.  Framangreint kallar á breytingar á rekstri Grundartangahafnar sem miði að því að skerpa áherslur varðandi daglegan rekstur hafnarinnar annars vegar og uppbyggingu hennar hins vegar.  Til þess að ná þeim markmiðum og til að auka sjálfstæði hafnarinnar þykir hafnarstjórn rétt að segja upp samningi hafnarinnar við Klafa og Akraneshöfn, en felur hafnarstjóra að leita eftir samningum við Akraneskaupstað og Akraneshöfn um yfirstjórn, fjárreiður og bókhald hafnarinnar og við Klafa um afgreiðslu skipa.  Hafnarstjórn samþykkir einnig að fela hafnarstjóra að leita eftir samningi við Endurskoðunarskrifstofu Jóns Þórs Hallssonar lögg. endurskoðanda um að annast endurskoðun reikninga hafnarinnar og það fjárhagslega eftirlit sem því fylgir.  Þá samþykkir stjórnin að fela hafnarstjóra að leita eftir aðila um vinnu við ákveðin verkefni við höfnina svo sem umsýslu viðhaldsverkefna, undirbúning að stækkun hafnarinnar, framtíðarskipulag hafnarsvæðisins, reglum um hafnarvernd o.fl.

Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum. Gunnars Sigurðssonar, Ásbjörns Sigurgeirssonar og Guðna Tryggvasonar, en Sigurður Sverrir Jónsson og Sigurður Valgeirsson sitja hjá.

 

2. Samkomulag Guðmundar Sigvaldasonar og Grundartangahafnar, dags. 16. okt. 2003, um kaup á jörðinni Klafastaðir ásamt matsgerð, dags. 11. sept. 2003 ásamt drögum að kaupsamningi og afsali.
Hafnarstjórn samþykkir kaupin og felur hafnarstjóra að ganga frá undirritun nauðsynlegra skjala og greiðslu kaupverðs. 

 

3. Gjaldskrá fyrir Grundartangahöfn, upplýsingar um tekjur af skipagjöldum.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu með þeirri viðbót að sorpgjald verði kr. 3.500 á þau skip sem nýta sér þá þjónustu.


4. Bréf Eimskipa ehf., dags. 18. sept. 2003, þar sem óskað er ívilnunar á viðskiptakjörum félagsins við Grundartangahöfn.
Með vísan til bréfs samgönguráðuneytis dags. 30.9 2003 getur hafnarstjórn ekki orðið við erindi Eimskipa um sérstaka ívilnun frá gildandi gjaldskrá.

 

5. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 6.10.2003, ásamt bréfi samgönguráðuneytisins um túlkun á 17. grein hafnalaga.
Lagt fram.

 

6. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 30.9.2003, varðandi alþjóðlega siglingavernd.  Bréf Eimskipa dags. 20. október 2003 um sama efni.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við Hönnun hf. um að fyrirtækið annist gerð áhættumats fyrir höfnina og gerð verndaráætlunarí samræmi við þær reglur sem um málið gilda.  Hafnarstjórn felur Þorvaldi Guðmundssyni að vera öryggisfulltrúa hafnarinnar og að til vara verði Júlíus Víðir Guðnason.

 

7. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 19.9.2003, um hafnafund þann 31. okt. 2003.
Samþykkt að formaður stjórnar og hafnarstjóri verði fulltrúar hafnarinnar á fundinum.

 

8. Erindi Haraldar Böðvarssonar hf., dags. 15. sept. 2003, varðandi fyrirhugað þorskeldi í Hvalfirði ásamt afstöðumynd.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við erindið með þeim fyrirvara þó að starfsemin verði alfarið á ábyrgð bréfritara og að skipaumferð til og frá Grundartangahöfn og rekstur hafnarinnar verði eins og verið hefur án takmarkana.  Þá er áskilið að hafnarsjóður Grundartangahafnar verði ekki gerð ábyrg í framtíðinni vegna hugsanlegra óhappa við þorskeldið.  Því er beint til bréfritara að nauðsynlegt sé að hafa samband við þá aðila á Grundartanga sem hafa forsjá með umhverfisvöktun á svæðinu.

 

9. Tölvupóstur Smára Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Klafa hf., dags. 15. okt. 2003, varðandi viðhaldsverkefni við Grundartangahöfn.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að undirbúa útboð á dekkjarúllum og endurnýjun kants á elsta hluta bryggjunnar og ræða við Sigurð Áss Grétarsson um sig á þekju.

 

10. Minnisblöð Sigurðar Áss Grétarssonar, dags. 25. og 26. sept. 2003, varðandi stækkun Grundartangahafnar.
Lagt fram.

 

11. Bréf Siglingastofnunar, dags. 9. okt. 2003, varðandi Samgönguáætlun 2005-2008.
Lagt fram.

 

12. Drög að tillögu að matsáætlun vegna rafskautaverksmiðju á Katanesi í Hvalfirði, dags. í okt. 2003.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

 

13. Staða rekstrar m.v. 31. ágúst 2003.
Lagt fram.

 

14. Reglugerð og samþykktir fyrir Grundartangahöfn.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að leggja fyrir stjórnina tillögur varðandi samþykktir hafnarinnar og reglugerð og mun hafnarstjóri ræða við Björn Líndal hdl. um ákveðna vinnu í því efni.

 

15. Staða mála varðandi nýja vegtengingu á Grundartanga.
Sigurður Sverrir Jónsson gerði grein fyrir stöðu mála varðandi breytingar á svæðis-, aðal- og deiliskipulagi svæðisins.

 

16. Tölvupóstur Gísla Karles Halldórssonar, dags. 21. október 2003, varðandi gerð lóðablaða fyrir hafnarsvæði Grundartangahafnar.
Hafnarstjóra falið að vinna að málinu.

 

17. Önnur mál.
Sigurður Sverrir spurðist fyrir um girðingu á hafnarsvæðið og afnot vega.  Helgi gerði grein fyrir afstöðu sinni gagnvart Járnblendifélaginu.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00