Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

17. fundur 03. desember 2003 kl. 17:20 - 12:00

Fundur í stjórn Grundartangahafnar var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, miðvikudaginn 3. desember 2003  og hófst hann kl. 10:30.


Mættir voru:  Sigurður Sverrir Jónsson,
  Gunnar Sigurðsson,
  Sigurður Valgeirsson,
  Ásbjörn Sigurgeirsson,
  Guðni Tryggvason.

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri Grundartangahafnar.


Fyrir tekið:

 

1. Afsal, dags. 20.11.2003, vegna kaupa á Klafastöðum.  Staða mála varðandi lagningu vegar niður á iðnaðarsvæðið.
Lagt fram.  Hafnarstjóri gerði grein fyrir útboði á vegi á iðnaðarsvæðið, erindi til Skilmannahrepps varðandi ósk um kaup á hluta landsins o.fl.

 

2. Árshlutayfirlit fyrir janúar til nóvember 2003.
Lagt fram.  Hafnarstjóri gerði grein fyrir ýmsum atriðum varðandi málið.

 

3. Reglur um útgáfu og meðferð reikninga.

Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur og felur hafnarstjóra að gera viðskiptaaðilum hafnarinnar grein fyrir þeim.

 

4. Bréf Hönnunar hf. ásamt tilboði vegna vinnu við reglur um hafnarvernd.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðunni og er honum og formanni falið að ræða við Hönnun hf. um frágang samningsins, kostnaðarskiptingu o.fl.

 

5. Bréf Malcolm Jull, dags. 5.11.2003, varðandi vinnu við innleiðingu reglna um hafnarvernd.
Lagt fram.

 

6. Bréf Björgunarfélags Akraness dags. 13.11. 2003 þar sem óskað er eftir fjárstyrk á árinu 2004.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

 

7. Drög að samningi Grundartangahafnar við Endurskoðunarskrifstofu Jóns Þórs Hallssonar lögg. endurskoðanda um endurskoðun reikninga Grundartangahafnar og fjárhagslegt eftirlit.
Hafnarstjórn samþykkir samninginn með þeim breytingum sem ræddar voru.

 

8. Drög að samningi Grundartangahafnar við Klafa um ýmis verkefni við móttöku skipa o.fl.
Hafnarstjórn samþykkir samninginn með þeim breytingum sem ræddar voru.


9. Drög að samningi Grundartangahafnar annars vegar og Akraneskaupstaðar og Akraneshafnar hins vegar um rekstur Grundartangahafnar.
Hafnarstjórn samþykkir samninginn með þeim breytingum sem ræddar voru.

 

10. Drög að samningi Grundartangahafnar við Guðmund Eiríksson um úrlausn ýmissa verkefna við framkvæmdir og fleira.
Hafnarstjórn samþykkir samninginn með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

 

11. Drög að fjárhagsáætlun fyrir Grundartangahöfn.
Hafnarstjóri mun ganga frá þeim breytingum sem ræddar voru en samþykkt að leggja áætlunina þannig fyrir fulltrúaráðsfund.

 

12. Tillaga um fulltrúaráðsfund fimmtudaginn 18. desember n.k. kl. 11:00.
Samþykkt að fela hafnarstjóra að boða fundinn, en fundarstaður verði að Stillholti 16-18, Akranesi.
 

13. Önnur mál.
Spurst var fyrir um stöðu mála varðandi rafskautaverksmiðju, stækkun Norðuráls og vinnu við rekstrarfyrirkomulag hafnarinnar.  Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála.  Farið var yfir mál varðandi beiðni Orkuveitu Reykjavíkur um tilraunaborun í landi Klafastaða.  Hafnarstjóra heimilað að ganga til samninga við OR um tilraunaborun á grundvelli þeirra draga að samningi sem fyrir liggur.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00