Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

24. fundur 01. október 2004 kl. 11:00 - 12:00

24. fundur í stjórn Grundartangahafnar var haldinn á skrifstofu Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga, föstudaginn 1. október 2004 og hófst hann kl. 11:00.


 Mættir voru:               Gunnar Sigurðsson,

                                  Sigurður Sverrir Jónsson,

                                  Guðni Tryggvason,

                                  Ásbjörn Sigurgeirsson,

Varafulltrúi:                Haraldur Magnússon.

Áheyrnarfulltrúi:         Helgi Þórhallsson.

 

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri og Guðmundur Eiríksson, verkefnisstjóri.

 

Fyrir tekið:

 

1. Hafnasambandsþing 28. og 29. október n.k. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 29.9.2004, þar sem stjórn hafnasambandsins boðar til I. hafnasambandsþings á Grand Hótel í Reykjavík, dagana 28. og 29. október 2004.

Lagt fram.

 

2. Erindi Íslenska Járnblendifélagsins varðandi stöðuleyfi fyrir geymsluhúsnæði.

Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að ganga frá samkomulagi um málið.

 

3. Erindi ÍSTAKS og IJ um vinnubúðir á lóð hafnarinnar.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ganga frá samkomulagi um málið.

 

4. Staða sameiningar hafna.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

 

5. Staða ýmissa verkefna ? minniblað Guðmundar Eiríkssonar dags, 1.10.2004.

Guðmundur fór yfir minnisblað sitt um framkvæmdir og ýmis verkefni.

 

6. Lóðamál.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.  Hafnarstjórn felur honum að ganga frá lóðarleigusamningum við Norðurál, Sementsverksmiðjuna og Stjörnugrís þegar sú lóð er tilbúin.

 

7. Stækkun hafnarinnar.

Guðmundur gerði grein fyrir stöðu málsins.  Sanddælingu er lokið en í gangi er vinna við frágang frárennslis og útlaging á grjóti er að hefjast.  Fyrir liggur að stálþil kemur til landsins um áramót og unnið er að gerð útboðsgagna fyrir niðurrekstur stálþilsins o.fl.

  

8. Nafngiftir á Grundartanga.

Málið rætt.

 

9. Minnisblað Jenna R. Ólasonar, dags. 29. sept. 2004, varðandi skógræktarmál.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að legga fyrir tillögu að samstarfssamningi Grundartangahafnar og Skógræktarfélags Borgarfjarðar.

 

10. Erindi formanns Starfsmannafélags íslenska járnblendifélagsins, dags. 20.9.2004, varðandi gróður í landi Klafastaða.

Hafnarstjóra falið að afgreiða málið.

 

11. Bréf Klafa ehf., dags. 24.9.2004, varðandi breytingu á gjaldskrá vegna Hafnarverndar.

Hafnarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á gjaldskránni sem hefur í för með sér nokkra lækkun miðað við fyrri gjaldskrá.  Samþykkt að taka gjaldskrána til enn frekari skoðunar í lok október eða byrjun nóvember.

 

12. Bréf Klafa ehf., dags. 24.9.2004, þar sem sótt er um afnot af lóð undir starfsemi félagsins á svæði Grundartangahafnar.

Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu þar sem í gangi eru viðræður um aðra nýtingu lóðarinnar.

 

13. Bréf dóms- og kirkjumálaráðuneytis, dags. 10.9.2004, varðandi álitamál um birtingu gjaldskráa hafna í Stjórnartíðindum, en birtingu gjaldskrár fyrir Grundartangahöfn hefur verið synjað.

Hafnarsjóri gerði grein fyrir málinu.  Lagt fram.

 

14. Bréf umhverfisráðuneytis, dags. 28.9.2004, um stöðumat varðandi skip og báta í óreiðu við hafnir og strendur landsins.

Lagt fram.

 

15. Önnur mál.

Helgi fór yfir mál varðandi kjarasamninga og þær kröfur sem eru í gangi

varðandi yfirfærslu stóriðjusamninga á ýmis konar þjónustu og þær

afleiðingar sem það getur haft í för með sér.

  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00